Jerúsalem.

 

Jerúsalem,

 

Það eru fáar borgir sem fá jafn mikla umfjöllum í fjölmiðlum sem Jerúsalem.

Davíð konungur gerði Jerúsalem að höfuðborg Ísraels árið 1004 f.kr.
Salomon sonur hans lét byggja hið mikla Musteri á Móriah hæð árið 950 f.kr.

Sjá, ég gjöri Jerúsalem að vímuskál fyrir allar þjóðirnar, sem umhverfis hana eru.
Jafnvel Júda mun vera með í umsáttinni um Jerúsalem.
Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir.
Hver sá, er hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs, og allar þjóðir jarðarinnar
munu safnast gegn henni.
(Sak. 12:2,3)

Við nálgumst hratt þá daga sem nefndir eru í ofangreindu versi. Nærri því daglega heyrum við í fjölmiðlum eitthvað frá Jerúsalem. Það eru fár fréttir sem vekja upp jafnmargar spurningar sem umræðan um  framtíð Jerúsalem.

Þeir sem heimsækja gamla borgarhlutann komast ekki hjá því að leiða hugann aftur í aldir til hinnar merku sögu, ekki aðeins hinnar Biblíulegu heldur einnig hinnar veraldlegu.  Margar þjóðir hafa ráðið þar ríkjum, m.a, Babýloíumenn, Rómverjar, Grikkir, Egyptar, Tyrkir, Englendingar.

Hvað er svo sérstakt við þessa borg?
Í raun er ekki nein sérstök fegurð þar.  Margar höfuðborgir eru miklu fegurri. Þar eru engin vötn né tjarnir. Það má segja að borgin sé í miðri
eyðimörk, þakin ryki og grjóti. Það eru margar fallegar hæðir umhverfis borgina, og bak við þær hafa margir óvinaherir getað leynst þegar þeir réðust til atlögu við hana.  Þar eru engin há fjöll, enginn villtur skógur. Engin olía né gull og engir verðmætir steinar. Þrátt fyrir þetta hafa margar þjóðir hertekið borgina og viljað eignast hana og þrátt fyrir venjulegt grjót og ryklög i borginni, skrifaði sálmahöfundur í einum sálmi Davíðs (105,15): “Þjónar þínir elska steina hennar og harma yfir öskuhrúgum hennar.”

Fjöldi ferðamanna tekur með sér smásteina þegar þeir fara þaðan til minningar um stað sem snart hjarta þeirra á sérstakan hátt. Borgin er ekki stór í samanburði við ótal stórborgir í heiminum.  En spámaðurinn Esekíel segir: “Svo segir Drottinn Guð:  Þetta er Jerúsalem sem ég hef sett mitt á meðal þjóðanna.”

Drottinn nefnir Jerúsalem (Zíon) fjallið mitt helga.(Sálm,2:6). 
Hún er borg vors Guðs á sínu helga fjalli.(Sálm.48:2). 
Því að Drottinn hefur útvalið Zíon, þráð hana sér til bústaðar. (Sálm.132:13)

Það er vegna þess að Drottinn elskar Jerúsalem og hefur útvalið hana á sérstakan hátt fyrir þjóð sína Ísrael, að þrátt fyrir útlegð Gyðinga um aldir hafa þeir aldrei gleymt Jerúsalem. Jerúsalem var í hjarta þeirra og von. Þeir báðu í áttina að Jerúsalem.  Á sérhverri Páskahátíð heyrðist meðal þeirra, við lok hátíðarinnar: Næsta ár Jerúsalem! 

Fætur Yeshua = Jesú gengu um stræti þessarar borgar, þar sem hann boðaði Guðs ríki meðal mannanna, læknaði sjúka og opinberaði kærleika Föðurins til allra sem hrópuðu á hjálp Hans.  Á hæð fyrir utan borgarmúranna gaf hann líf sitt og blóð. Frá þeim stað reis hann upp frá dauða. Gröfin er tóm. Frá Olíufjallinu við Jerúsalem var hann uppnuminn til himins. Þegar Hann kemur aftur munu fætur hans stíga á Olíufjallið og stofna friðarríki á jörðu.

Orð Guðs = Ritningarnar segja okkur berlega að markmið komu hans eigi eftir að opinberast í þessari borg og í þjóð Hans, Ísrael.  Er það nokkuð undarlegt að óvinir Ísraels hrópi: “Sigrum þá og deyðum! Takið borgina frá Gyðingunum, hún tilheyrir þeim ekki!”?  

Ég var staddur á Ráðhúsplássinu í Kaupmannahöfn árið 2008, þar sem hópur svo kallaðra Palestínuvina og öfgahópur múslíma voru samankomnir og hrópuðu slagorð, eins og: “Drepum Gyðinga, drepum vini Ísraels, frelsum Palestínu.” Nokkrir voru með grímur fyrir andliti. Það brutust út óeirðir eftir að lögreglan kom og bannaði þennan útifund. Því miður virðist Ísraels/Gyðinga hatur fara vaxandi í heiminum og jafnvel hér á Íslandi finnum við fyrir slíku. Það er sannarlega kominn tími fyrir fólk Guðs að stand saman um fyrirheit Orðsins.

Hversvegna biðjum við Jerúsalem friðar?

1.      Þegar við biðjum Jerúsalem friðar, erum við í raun að biðja um komu Friðarhöfðingjans. 
Þar sem við eigum hlutdeild í þessum friði, biðjum við Drottinn að hans ríki megi
opinberast í Jerúsalem með réttlæti friði og gleði.

2.      Við biðjum fyrir friði í “borg Guðs”, vegna þess að Drottinn hefur lofað að leiða þjóð sína,Gyðingana heim til lands forfeðra sinna með Jerúsalem sem höfuðborg.  Þess vegna segir Ritningin: “Þér sem minnið Drottin á, unnið yður engrar hvíldar! Ljáið honum engrar hvíldar,uns hann reisir Jerúsalem og gjörir hana vegsamlega á jörðinni.” (Jes.62) Drottinn hefur útvalið þessa borg öllum heimi til blessunar. Sem “varðmenn við múra hennar” getum við ekki þagað.  Við erum einnig þakklát fyrir þær þúsundir af Gyðingum sem á síðustu árum hafa komið heim frá fjarlægum löndum..
Biðjum að fleiri komi fljótlega. Tíminn er stuttur...

3.      Við biðjum Jerúsalem friðar vegna þess að í Biblíunni, Orði Guðs erum við hvött til þess.
Í Davíðs sálmi 122.6 segir: Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig.

Ég læt staðar numið, en mun skrifa meira um Jerúsalem  seinna.

Það er nóg efni til.
þakka heimsókn þína

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæri Ólafur, þakka þér fyrir þessa góðu grein þína.

Já, svo sannarlega skulum við biðja Jerúsalem friðar!

Með bæn um Guðs blessun þér og þínum til handa,

Jón Valur Jensson, 19.8.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæll og blessaður.
Þörf og góð áminning að biðja fyrir Jerúsalem og þjóðinni Ísrael.
Shalom - Guð blessi þig bróðir.
aglow.is

Helena Leifsdóttir, 19.8.2009 kl. 11:06

3 identicon

Dolli (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Ólafur og þakka þér fyrir góða grein. Þeir eru margir sem hata Ísrael og vilja skaða þá þjóð sem mest því miður. Boström er skoðaður í þessari grein.

http://foresnozionism.org/2009/08/birds-of-a-feather-donald-bostrom-and-human-rights-watch/

Shalom-Israel

Aðalbjörn Leifsson, 20.8.2009 kl. 16:45

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Úpps... vitlaust fært inn hjá mér, fyrirgefðu Ólafur þetta átti að vera: www.fresnozionism.org

Aðalbjörn Leifsson, 20.8.2009 kl. 19:04

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Kærar þakkir fyrir frábæra grein. Guð blessi þig Óli.

Guðmundur St Ragnarsson, 20.8.2009 kl. 20:48

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka þér fyrir þetta. Ísrael á góðan vin í þér!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.8.2009 kl. 14:28

8 Smámynd: Hörður Finnbogason

Takk fyrir greinina Ólafur!  Hún skýrir út hversvegna ég og fleiri þykjum vænt um Ísrael.

Hörður Finnbogason, 21.8.2009 kl. 22:36

9 Smámynd: Linda

Takk fyrir frábæra lesningu Ólafur, það er gott að hafa þig í farabroddi þeirra sem elska Jerúsalem og biðja henni friðar. 

Shalom 

Linda.

Linda, 22.8.2009 kl. 16:31

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna innleggs hins nafnlausa "Dolla" vísa ég til þessarar fréttar á vef Rúv, sem einnig var þar í fréttaútsendingu (birti þetta allt hér, því að tengill inn á fréttina myndi "grípa í tómt" eftir hálfan mánuð eða svo, því að fréttir eru ekki geymdar þar lengur á vefnum en svo):

Fyrst birt: 23.08.2009 11:52. Síðast uppfært: 23.08.2009 12:05.

Svíar fordæmi greinina

(Myndartexti: Ísraelska ríkisstjórnin fundar í morgun.)

Ísraelskir ráðherrar og embættismenn hafa undanfarna daga fordæmt grein í sænsku dagblaði þar sem fullyrt var að ísraelskir hermenn hefðu tekið líffæri úr látnum Palestínumönnum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er sagður ætla að þrýsta á sænsk stjórnvöld að fordæma greinina.

Ísraelskir ráðamenn brugðust hart við þegar greinin birtist og kröfðust þess að Svíar fordæmdu hana. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur ekki orðið við kröfu Ísraelsmanna og vísað til frelsi fjölmiðla. Hann hefur hinsvegar gefið í skyn á eigin bloggsíðu að hætt sé við að grein eins sú í Aftonbladet geti leitt til glæpa sprottna af gyðingahatri. Hann sagði aðspurður á blaðamannafundi hér á landi í fyrradag að Ísrael og Svíþjóð væru í hópi hreinskiptustu lýðræðisríkja heims. Það væri ekki óeðlilegt að upp kæmi ágreiningur milli ríkja. Þegar einhverju svívirðilegu væri haldið fram væri brugðist við.

Bildt sagðist þó ekki gera ráð fyrir að mál þetta hefði veruleg áhrif á samskipti ríkjanna. Annað má hinsvegar ráða af yfirlýsingum ísraelskra ráðherra. Þannig sagði Juval Steinitz, fjármálaráðherra Ísraels, í morgun að sá sem ekki fordæmdi svona rógburð ætti ekki að vera velkominn til Ísraels. Orðum ráðherrans var greinilega beint gegn Bildt en hann er væntanlegur til Ísraels upp úr mánaðamótum. Þá hefur fjölmiðlaskrifstofa ísraelsku stjórnarinnar hótað því að torvelda blaðamönnum Aftonbladet að starfa í Ísrael."

Hér lauk fréttinni. – Gott að sjá þig á Austurvelli í gær, Ólafur!

Jón Valur Jensson, 23.8.2009 kl. 13:09

11 identicon

Takk fyrir þetta Ólafur.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 15:40

12 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll og blessaður Ólafur!

Ég vil þakka þér þessa frábæru færslu svo og það að bjóða mér að vera bloggvinur þinn sem mér var kært að þiggja.  Þú mátt vita það, ég hlakka til, bíð spenntur og fullur áhuga eftir framhaldinu sem þú lofar.

Kær kveðja með bæn um Guðs blessun þér til handa, Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 24.8.2009 kl. 04:55

13 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Jón Valur, Helana, Aðalbjörn, Guðmundur St. Vilhjálmur Örn, Hörður, Linda, Birna Dís, Þórólfur.

Þakka ykkur fyrir heimsóknina og margar góðar óskir. Ég bið ykkur Guðs blessunar og er þakklátur, að vita af vinum Ísraels á blogginu.
Drottinn blessar þá sem blessa Ísrael.

Dolli! Ég þakka þér einnig fyrir að lesa þennan fyrri hluta af grein minni um Jerúsalem. Varðandi fréttina sem þú sendir mér, hefur Jón Valur svarað fyrir mig.

Ég vil benda þér (og öðrum) á link sem Aðalbjörn Leifsson nefndi hér fyrir ofan...
www.fresnozionism.org

Reyndar er ég ekki hrifinn af nafnlausum athugasemdum.
Bið Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs að blessa þig.

Þórólfur! Ég er byrjaður á annarri grein.
Tekur smá tíma, en hún kemur.

Shalom kveðja.

Ólafur Jóhannsson, 29.8.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband