Aðeins Guð...

 

Aðeins Guð...

Ég hef nokkuð oft verið beðin um persónulegan vitnisburð minn, þar sem ég var bundin í áfengis og annarra eiturlyfja notkun í um tuttugu ára skeið, hvernig ég losnaði og hvað hefur skeð síðan. Ég mun seinna verða við því. En jafnvel eftir að maður er kominn inná veg trúarinnar, frelsast, þá geta komið fyrir erfiðleikar í lífi okkar, stundum virðast þeir óyfirstíganlegir. Með eftirfarandi grein,langar mig til að benda á lausn til þeirra sem þekkja þá hlið í trúarlífi sínu.

Nokkuð oft skeður það að við í sjálfsöryggi okkar verðum fyrir því að Guð leiðir okkur á þann stað þar sem við höfum engin svör, ekkert öryggi, engan styrk og ekkert svar við þeim kringumstæðum sem við erum í. Hve oft hef ég ekki fundið fyrir þessu? Svar:Oft. Kannast þú líka við þetta? Ég var einu sinni í slíku ástandi að ég sá enga lausn. Ég bjó erlendis og allt virtist vonlaust, enginn útgönguleið virtist opinn. Ég veit að það eru fleiri sem hafa upplifað slíka tíma í lífi sínu. Ég tilheyrði kristnu samfélagi og leitaði ég til forstöðumanns míns... 

Forstöðumaðurinn, fullur af kærleika og tilbúinn til að hlusta spurði mig hvernig þetta lýsti sér.

Ég svaraði honum og sagði: Ég er bókstaflega búinn, mér finnst eins og ég sé í myrkri og þoku. Jafnvel dyr bænarinnar virðast lokaðar  ég á ekkert eftir nema Guð,. Svarið sem hann gaf varð mér til hjálpar. Hann tók í hönd mína og svaraði: Ég er glaður að geta sagt þér að sá sem á ekkert eftir nema Guð, hefur meir en nóg til að hafa sigur, gleði, frið og bjartsýni í lífi sínu.

Sá sem hefur Guð hefur allt...

Í 2.Kronikubók 20. Þar er sagt frá Jósafat konungi og þjóðinni í Júda, sem áttu í stríði við óvini og voru í miklum erfiðleikum. Hann og þjóðin viðurkenndi að við ofurefli var að eiga og gátu ekki séð neina útgönguleið.

Aðeins það sem eftir var, var Guð. Konungurinn og þjóðin sáu þarna þá einu hjálp í erfiðleikunum. Vér vitum eigi hvað vér eigum að gjöra, heldur mæna augu vor til þín. v/12

Þjóðin varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Guð stóð við fyrirheit sín og loforð.

Hræðist eigi né skelfist.....því eigi er yður búinn bardaginn, heldur Guði.v/15.

Baráttan er ekki okkar heldur Guðs.

Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist.

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sæll og blessaður Ólafur og velkomin heim. 

Ég þekki svo sannarlega það sem þú talar um í þessari færslu þinni, og get með sönnu sagt að ég hef og er að upplifa hjálp Guðs í mínu lífi.  Ég gafst upp fyrir hjálpinni, fyrir Guði, nú vinnur hann í mér og leiðir, ég hlusta og hef verið blessuð síðan.  Alla þá sem hann hefur tengt mig við á einn eða annan hátt, hafa verið lausn inn í mitt líf, hann er dásamlegur og undursamlegur Guð. Ég gef honum dýrðina.

Ps.  Takk fyrir kortið, mikið þótti mér vænt um að fá það, koma bara núna fyrir nokkrum dögum, enda skiljanlegt sakir ástandsins.  Þetta var hreint og beint frábær sending   skilaðu þakkar kveðjum til vina þinna sem hafa beðið fyrir mér, ég bið þeim blessunar.

bk.

Linda.

Linda, 23.1.2009 kl. 18:21

2 identicon

Sæll Ólafur og blessaður vertu.

Ertu kominn heim ?

Já,það er margt sem að má læra af þessu sem að þú segir

en er samt svo einfallt

en vefst þó fyrir mörgu okkar.

Góður Guð blessi þig. 

Kveðja/shalom

Þórarinn Þ. Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 06:50

3 identicon

Sæll Ólafur.

Fékkst þú myndirnar ?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 06:50

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Shalom Ólafur. Já Guð er góður, hann er lika góður við vonda, hann elskar alla menn. Þakka þér fyrir stuðning þinn við Israel og Araba. Guð launar þér ríkulega. Guð blessi þig og þína í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 24.1.2009 kl. 07:24

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll Ólafur!

Hjartans þakkir fyrir þessa færslu! Hún blessar!

       Kveðjur úr Garðabæ

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:16

6 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk Óli minn fyrir að miðla þessu,Guð er sannarlega meira en nóg.

Kristinn Ásgrímsson, 25.1.2009 kl. 14:53

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður og velkominn heim á Frón.

Takk fyrir þessa frábæru færslu, takk fyrir versin úr Biblíunni okkar. Þau blessuðu mig.

Vertu Guði falinn

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2009 kl. 01:58

8 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Kærar þakkir fyrir heimsóknir ykkar.

Linda! Þú átt bræður og systur í Jerúsalem sem hafa þig á bænalista hjá sér.Við erum alltaf að upplyfa meira og meira í samfélaginu við Guð föður okkar, sem er við hlið okkar, hvern dag.

Þóarinn! Þakka trúfsti þína og fyrirbænir. Myndirnar hef ég ekki fengið.
Drottinn er með þér alla daga.

Aðalbjörn! Shalom! Já, Guð elskar alla menn. Höldum áfram að biðja, bæði fyrir Gyðingum og Aröbum. Biðjum að Yeshua megi koma fljótt.

Halldóra! Þökkum Drottni fyrir allar blessanir hans. Hann er trúfastur Guð.
Þakka þér þín fallegu orð.

Kristinn! Já, Guð er sannarlega meira en nóg. ´g veit ekki hvernig líf mitt hefði orðið, ef hann hefði ekki gripið inn, á síðustu stundu. Hann gefur okkur einnig alltaf eitthvað nýtt.

Rósa! Sæl einnig og blessuð sértu. Þökk einnig fyrir að þú last færslu mína.
Versin þar töluðu einnig sterklega til mín, en allur kaflinn 2.Kron.20.er djúpur og gefur góða og heilnæma fæðu.

Óska ykkur SHALOM (friðar) blessun alla daga.
í nafni Yeshua, HaShem.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 3.2.2009 kl. 20:36

9 Smámynd: Hörður Finnbogason

Þessi grein var styrkjandi eins og flest það sem ég les eftir höfundinn Ólaf.  Það er engin spurning að þú leggur traust þitt á Jesú.  Guð veri með þér ávallt Ólafur.  Við vonandi sjáumst líka fljótlega og röbbum saman um góðu baráttuna í Guði.

Shalom frá Herði.

Hörður Finnbogason, 3.2.2009 kl. 21:52

10 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hörður! Þakka þér gamli góði vinur fyrir heimsókn þína hér.

Við eigum svo margt sameiginlegt, en mest af öllu er kærleikur Guðs, sem knýr okkur áfram. Við erum ekki einir í baráttunni.

Ísraels Guð er með okkur alla daga.

Hans er sigurinn.

Shalom kveðja frá Zíon
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 3.2.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband