Ísrael í dag, annar hluti

Eins og ég nefndi í upphafi bloggsins um Ísrael, er hér kominn næsta grein sem nefnist Ísrael í dag. Eins og í fyrri grein mun ég vitna nokkrum sinnum í Ritninguna (G.T.+N.T.). Án þess að þekkja fyrirheit og spádóma Biblíunnar er erfitt að sjá hönd Guðs að verki meðal Gyðingaþjóðarinnar.

 

Áður en lengra er haldið tel ég nauðsynlegt að nefna strax eina staðreynd. Palestínu-ríki er ekki til og hefur aldrei verið til. Nafnið Palestína er heldur ekki til í Biblíunni. Hadrían keisari, sem hataði bæði gyðinga og kristna, lét breyta nafninu á skattlandinu Júdeu (sem var í aðalatriðum það landsvæði  þar sem ísraelsþjóðin bjó) yfir í Palestína, en það nafn er dregið af nafni erkióvina Ísraelsmanna á tíma Ritninganna (G.T.), það voru Filistear. Þeir komu frá grísku eyjunum og voru því af sama stofni og grikkir. Þeir voru ekki arabar. Filistear hurfu í þjóðahafið á dögum “Gamla testamentisins”. Landsvæðið þar sem gyðingar bjuggu heitir; Galílea, Samaría og Júdea.  Palestína var aldrei sjálfstætt ríki. Landið var skattland eða nýlenda annarra þjóða sem stjórnuðu þar. Þar á meðal voru Rómverjar og síðar margir aðrir og að lokum Tyrkir (1517-1917). Eftir fall tyrkjaveldis tóku Englendingar við stjórninni (1917-1948). Landið var illa nýtt undir stjórn Tyrkja og fáir sem bjuggu þar, áður en Englendingar tóku þar yfirstjórn. Árið 1785 er talið að íbúafjöldi landsins hafi verið innan við 200.000. Þegar talsverður fjöldi gyðinga fór að koma til landsins í kringum 1880-1890 meðan landið var enn undir stjórn Tyrkja, hófst samhliða innflutningur fólks úr nágrannalöndunum. Þetta fólk var af ýmsum þjóðum, þ.á.m. var fólk af  grískum, armenskum, tyrkneskum, arabískum og egypskum uppruna. Þegar Englendingar náðu yfirráðum í landinu fór fljótlega að skorta vinnuafl. Þá jókst enn innflutningur múslima frá nágrannalöndum í atvinnuleit.

Nafnið Palestínumenn var og er notað til að blekkja þjóðirnar og gefa í skyn að þeir hafi einhvern rétt á landsvæðinu Palestína. Meðan landið var undir breskum yfirráðum 1917-1948, bjuggu bæði gyðingar og múslimar af margvíslegum uppruna í landinu. Þeir höfðu vegabréf og voru þar aðgreindir sem Palestínu-gyðingar og Palestínu-arabar.

Mestar breytingar urðu þegar gyðingar tóku að streyma til landsins og keyptu upp stórar jarðir af Tyrkjum, fyrir háar upphæðir. Þrátt fyrir útlegð meirihluta gyðinga um tæplega 2000 ára skeið, bjuggu alltaf hópar gyðinga í landinu, m.a. í Jerúsalem, Tíberías og í bæjum nálægt Galelíuvatni. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafa gyðingar átt byggðir í landinu óslitið fram á okkar daga.

Mörgum þótti undarlegt að gyðingar skyldu kaupa jarðir í Galíleu sem voru að mestu óbyggðar. Enginn bjóst við að hægt væri að nýta þetta land, sem að mestu voru mýraflákar og malaría var landlæg plága. Gyðingum tókst að þurrka upp landið og hefja ræktun. Óræktin fór að blómstra. Gyðingar stofnuðu samyrkjubú (Kibbutz). Það fyrsta var stofnað árið 1906. Hugsjón þessa samfélaga var og er að meðlimir eiga allt sameiginlegt, fá ekki laun, en ókeypis fæði og húsnæði. Börnin fá ókeypis skólavist og umsjá. Í dag eru ca. 280 samyrkjubú (Kipputzer) í landinu. Stærðin er misjöfn. Nokkur bú hafa aðeins um 40 meðlimi, en önnur meira en 1000. Flest eru á bilinu 5-600 manns. Margskonar landbúnaður er stundaður, einnig trjárækt og mikil ávaxtarækt. Allt þetta og meira til gæti gefið þá mynd að nú sé allt í blóma og “friður a jörðu”. Því miður er það nú ekki. Arabar í nágrannaríkjum hafa reynst gyðingum erfiðir. Áróður þeirra hefur borið árangur og fjölmiðlar (margir) taka undir það, að gyðingar hafi stolið landi frá Palestínumönnum. Margar árasir voru gerðar á samyrkjubúin og urðu gyðingar að mynda varnarlið. Englendingar höfðu lofað gyðingum stóru landsvæði í Palestínu árið 1917 (um var að ræða allt það landsvæði sem nú heitir Jórdanía og Ísrael) en sviku það loforð árið 1922.
 
 

Ég mæli með því að lesandinn lesi nánar um þessa atburði í hinni stórmerku bók, Heilagt stríð um Palestínu, eftir Snorra G. Bergsson, sagnfræðing.

 

Þar sem þetta er mikið efni, mun ég reyna að draga saman það sem er að mínu mati mest áríðandi, án þess að missa þann kjarna sem er: Fyrirheit og trúfesti Guðs Abrahams, Ísaks og Jakobs í Bók Bókanna.

Á árunum 1925-1930 voru óeirðir Araba mjög tíðar. Bretar voru orðnir þreyttir á ástandinu og eitthvað varð að gera. Undir stjórn Breta skiptist landið í tvö samfélög. Samfélag Gyðinga í Palestínu, Yshuv og samfélag múslima. Vegna stöðugra árása araba var komið á fót “lokuðu samfélagi” svipað og gerðist í Evrópu. Árásir á Samyrkjubú og heimili gyðinga jukust og stofnuðu Gyðingar varnarher, Hagana.

Á árunum 1936-39 stóð yfir almenn uppreisn Araba í Palestínu sem fjármögnuð var m.a. af Þýskalandi Hitlers. Í Palestínu var einn æðsti maður múslíma, stórmúftinn af Jerúsalem Haj Amin al-Husseini, hinn mesti andstæðingur Gyðinga. Hann var í Þýskalandi á stríðsárunum og stjórnaði þaðan leyniþjónustu araba, undir yfirstjórn nasista. Hann lagði til að “eyða eins mörgum Gyðingum og hægt væri á sem skemmstum tíma”. Hann hataði Gyðinga almennt. Ummæli hans sýndu “andann” í Islam: "Ég boða Heilagt stríð, íslamskir bræður mínir! Myrðið Gyðingana, myrðið þá alla.” Við skiljum nú betur hvers vegna hryðjuverkasamtök m.a. Hamas gera það sem þeir gera, þar sem andlegir leiðtogar þeirra eru fullir af hatri og grimmd. Þetta er greinilega “andi” Islam.

Ég ætla nú ekki að rifja upp þau grimmdarverk sem áttu sér stað í síðari heimsstyrjöldinni, þegar minnst 6 milljónir Gyðinga voru myrtir á gasklefum, fyrir það eitt að þeir voru Gyðingar. Við þekkjum öll þá hörmungar sögu.

 

Eftir stríðið, áttu Gyðingar í Evrópu erfitt. Margir þeirra komust til Bandaríkjanna en flestir vildu komast til Palestínu, til Landsins helga, sem var djúpt grafið í huga þeirra sem þá staður og land er Guð hafði lofað þeim. Margar hindranir urðu á vegi þeirra til Palestínu. Englendingar sem stjórnuðu landinu á þessum tíma leyfðu aðeins litlum hluta þeirra að “koma heim”. Mörgum var snúið við þegar þeir voru við strendur landsins og lentu margir þeirra í flóttamannabúðum á eynni Kýpur. Öðrum tókst að synda í land. Hörmungar þeirra virtust ekki liðnar.

 

Þegar grimmdarverk nasista urðu opinber öllum heimi og þær hörmungar sem Gyðingar þurftu að líða, fengu Gyðingar mikla samúð þjóðanna og þegar ekkert lát var á árásum araba á byggðir Gyðinga í Palestínu, gáfust Englendingar upp á því að stilla til friðar. Englendingar stóðu meira með Aröbum en Gyðingum í þessari baráttu.

Að lokum fór svo að þetta vandamál komst á borð Sameinuðu Þjóðanna. Englendingar höfðu ákveðið að 15. maí 1948 myndu þeir yfirgefa Palestínu. Hjá S.Þ. var borin upp sáttar- eða friðartillaga. Þessi tillaga var borin upp af íslenskum sendifulltrúa hjá S.Þ. Thor Thors og hljóðaði upp á það að skipta Palestínu upp milli Gyðinga og Araba. Hvorugur aðilinn var ánægður með tillöguna. 
 

Tillagan var borin upp og 33 lönd samþykktu, 13 sögðu nei og 10 sátu hjá.


 Gyðingar samþykktu þetta en Arabar höfnuðu.


( Ég mæli með að lesandinn kynni sér ræðu Thor Thors og tillöguna. Það er hægt með því að fara inn á vefsíðina
www.zion.is. Þar er öll ræðan og fleiri upplýsingar um þetta efni.)

 

Hinn 14. maí 1948 gat Ben Gurion, leiðtogi Gyðinga í Palestínu, því lýst yfir stofnun Ísraelsríkis við hátíðlega athöfn. Eftir næstum 2000 ára útlegð voru Gyðingar loksins komnir heim eins og Guð hafði sagt.  Í Jeremía 3.14 stendur: “Og ég vil taka yður, einn úr hverri borg og tvo af hverjum kynstofni, og flytja yður til Zíonar,”

 

Um leið og sjálfstæði Ísraels hafði verið lýst yfir skall á stríð. Í arabaríkjunum í kring bjuggu 60 milljónir manna og enginn vildi hafa gyðingaríki fyrir nágranna...

 

Eftirfarandi eru nokkrar staðreyndir:


15. maí 1948. Sjálfstæðisstríðið byrjar. Egyptar, Jórdanir, Sýrland, Írak og Íran ráðast á hið nýja ríki, með það eitt í huga að útrýma hinu nýfædda ríki Ísrael.

1964. PLO er stofnað í Kaíro að frumkvæði Egypta, Sýrlands og Íraks í þeim tilgangi að berjast gegn Ísrael.

1967 Sex-daga stríðið (5. - 10. júní). Ísrael vann það stríð og endurheimti Jerúsalem (sem hafði verið hernumin af Jórdönum frá 1948).

1967. Í ágúst halda Arabaríkin fund í Khartum. Þar mótuðu þeir framtíðarafstöðu sína í samskiptum við Ísarel, með þremur neikvæðum markmiðum.


1. Enginn friður við Ísrael.

2. Engir samningar við Ísrael.

3. Ísrael verður ekki viðurkennt.

 

Ég fer nú að enda þessi skrif, þrátt fyrir að mikið meira væri hægt að rifja upp. Þó get ég ekki hætt án þess að minnast á hið svokallaða flóttamannavandamál. Tölum ber nú ekki saman hve margir Palestínumenn flýðu í stríðinu 1948, né hvers vegna. Ein sagan segir að þeir hafi verið hvattir til að fara á öruggari staði á meðan herlið araba ræki hina óvelkomnu gyðinga í hafið. Svo gætu þeir komið aftur þegar því væri lokið. Tölur sem nefndar hafa verið eru á milli 500-700 þúsund. Ég hef komið í flóttamannabúðir í Jórdaníu og get staðfest að þeir sem þar lifa, hafa það mjög slæmt. Þannig er búið að halda þeim í slíkum “búðum” í 60 ár.

Í dag er það þriðja kynslóðin sem er þar. Hinir upprunalegu flóttamenn eru fáir á lífi. Í fleiri arabalöndum eru slíkar “búðir. Hvers vegna? Arabalöndunum dettur ekki í hug að greiða fyrir tilveru þeirra. Það er Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna sem rekur þessar “flóttamannabúðir”. Það eru því þú og ég sem leggjum til fjármunina. Palestínumenn heimta að þessir "flóttamenn" sem nú eru margar milljónir fái að snúa aftur til þess lands sem þeir flúðu frá.

Hvers vegna er aldrei talað um þá 800 þúsund Gyðinga sem urðu að flýja eða voru reknir frá arabalöndunum. Þeir flýðu þaðan allslausir, fengu ekki að taka neitt af eigum sínum með sér. Yfirgáfu hús og eignir. Hvað var gert við þá í Ísrael? Voru þeir settir í flóttamannabúðir? NEI, þeir fengu bara skóflu og haka og urðu þegnar hins nýja ríkis, ÍSRAEL.

Hatur harðlínu múslíma hefur ekkert breyst í 60 ár. Markmið þeirra er að útrýma Ísrael af landakortinu. Ríki Gyðinga er sem krabbamein, mitt í heimi Allah.


Þessi grein er orðin margfalt lengri en ég ætlaði, þó svo að mikið meira væri hægt að segja.


Þar sem ég trúi á fyrirheit Guðs og miskunnsemi, enda ég þessa færslu með því að vitna í Ritninguna, (Esekíel kafli 36.24-31)
Einnig bendi ég á Esekíel kafla 37.


P.s.

Ég leyfði mér einnig að vitna á nokkrum stöðum í bók Snorra G. Bergssonar, sagnfræðings. Heilagt stríð um Palestínu.

Einnig tók ég nokkrar athugasemdir úr bók Ulf Ekman, Ísrael, gyðingar þjóð framtíðarinnar.

 

Shalom kveðja,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sæll Ólafur frábær fræðsla. Takk kærlega fyrir.

Shalom

Linda, 14.8.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Mjög góð grein. Alltaf gott að bæta við þekkinguna um hagi Gyðinga og þá miklu ósanngirni, öfund og hatur sem þeir hafa þurft að þola í gegnum tíðina.

Takk fyrir mig.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:57

3 identicon

Mikið er þetta léleg söguskoðun? Hvað með hernám Rómverja, sem kölluðu Judeu og israel ...PALESTINU?

Hvað á svona heimskuleg færsla að færa mannkyni?

Svo getur maður ekki betur séð en að þú leggir trúarbrögðin gyðingdómur að jöfnu við hið nýstofnaða ríki Ísrael?  Það liggur í augum uppi að sé rugl, nema að allir ásatrúarmenn séu Íslendingar?...eða hvað?  Gamla testamenntið er jú 2000 árum eldra en landnám Íslands?

RUGL 

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:54

4 identicon

Það er margt í þessari frásögn sem vert er að íhuga. Þú bendir réttilega á að Palestínumenn sem flýðu land í aðdraganda innrásar arabaþjóða 1948 eru enn flóttamenn. Ekkert þeirra landa sem stóð að innrásinni hefur leyft þeim að aðlagast  þjóð sinni. Öll halda þau þessu fólki í sérstökum "búðum". Búðum þar sem kynslóðir fæðast og deyja og kynnast því aldrei hvað lífsbaráttan er.  Þegar tekið er tillit til þess að margt af þessu fólki á uppruna sinn í þessum sömu löndum hlýtur maður að spyrja hver tilgangurinn  sé.

Það er því ekki bara í Ísrael sem arabar búa í "búðum". Jórdanía, Sýrland og Líbanon leyfa ekki aðlögun og palestínsku fjölskyldurnar sem nú eru að flytjast til Íslands koma úr búðum í Írak. Vandamál þessa fólks eru þau sömu og vandamál vestrænna "atvinnu" atvinnuleysingja.

Það er virðingarvert að koma fólki til aðstoðar í neyð en hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki tekið flóttamannahjálpina fulllangt hvað Palestínumenn varðar.  Að öllu jöfnu veita SÞ einungis tímabundna flóttamannaaðstoð, en hvað snertir Palestínumenn þá er starfrækt sérstök, óháða, deild sem hefur eingöngu það hlutverk að sjá Palestínumönnum fyrir aðstoð. Fullorðnu fólki er haldið í bjargleysi barns. Gestgjafaþjóðirnar ættu að endurskoða afstöðu sína til "geymslubúðanna". Leyfa fólkinu að lifa sínu lífi, leita sér lífsbjargar eins og annað fólk gerir um víða veröld. Sameinuðu þjóðirnar ættu að knýja á um þetta.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið.

Ísrael 60 ára.

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/539693/#comments

Deilur Ísraela og Araba:

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/465441/#comments

Hluti úr ritgerð Deilur Ísraela og Araba: 

"Um leið og vopnahléið gekk úr gildi gerðu Arabar árás á Ísrael en þá mættu þeir ofurefli. Ísraelmenn höfðu notað vopnahléið og sameinað og skipulagt her sinn Zahal. 1. desember var gert vopnahlé og þá skárust úr leik Transjórdanir, herir Íraka, Líbana og Sýrlendinga. Egyptar voru umkringdir af Ísraelum og þegar vopnahlé var gert 29. desember voru Ísraelar komnir nærri landamærum Egypta og var egypski herinn á undanhaldi. Eftir að Ísraelar og Egyptar gerðu með sér samkomulag um vopnahlé í febrúar 1949 þá túlkuðu
þeir samninga á tvo vegu. Ísrael leit á samninginn sem undanfari varanlegs friðar en það gerðu Egyptar ekki.

Eftir þetta hófs mikill flótti frá Ísrael. Sumir telja að meirihluti flóttamanna hafi flúið vegna beinna eða óbeinna athafna Gyðinga. Aðrir halda því fram að leiðtogar Araba hafi hvatt þegna sína í gegnum útvarpssendingar að flýja. Þessu fólki hafa Arabalöndin umhverfis Ísrael ekki tekið á móti og láta þetta fólk þjást í flóttamannabúðum. Það er gert til að vekja samúð umheimsins á flóttafólkinu og vekja andúð á Gyðingum. Gyðingar misstu fullt af fólk úr vinnu við þetta en innflytjendur úr austri hafa fengið vinnuna í staðinn."

Af hverju hafa þjóðirnar allt umhverfis Ísraels ekki tekið á móti þessu fólki sem eru líka Múslímar?

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa ykkur öll.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 16:35

6 identicon

Í þessu máli má deila um margt en sumt er óumdeilanlegt eins og t.d. það að hin svokallaða helga bók hefur skapað nútímamanninum meira illt en gott á þessu svæði.  Ekki er landi né bókin fullomnara en svo, og Ísraeldýrkunin hefur mér ætíð verið nokkur ráðgáta því ekki sé ég fundið neitt sem ég get tekið sem jákvæða fyrirmynd að trúarlífi frá þessu svæði heldur.

Sýnir okkur eiginlega bara það hve hættulegt það er að hefja sig upp á forsendum eins sannleika umfram annars en neytendur hafa jú skýrt val um nokkrar þúsundir trúarsannleika.

Getur ekki verið að sannleikurinn sé sá að það sé enginn einn algjör trúarsannleikur til Ólafur

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 01:22

7 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Shalom. Ólafur þú hefur heldur betur hrist upp í andgyðingum með þessari grein. Þú mátt nú til með að segja frá því þegar Jórdanar ráku flóttamennina í burtu með hervaldi. Einnig að múftinn í Jerúsalem var föðurbróðir Arafats. Ísrael er komið til að vera. Gyðingarnir sem þú minnist á í greininni, úr spádómsbók Jeremía, þetta passaði við helförina. Það var sumstaðar að eins einn eða tveir sem komust lífs af úr sumum þorpum og borgum, hinir voru myrtir. Guð blessi þig Ólafur þess bið ég í Jesú nafni. Amen. Shalom

Aðalbjörn Leifsson, 17.8.2008 kl. 14:27

8 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Ólafur .

Merkilegt að enn þann dag í dag rætast orð Jesú, sem segir að þér munuð verða hataðir vegna, nafns míns.

Já, margir skilja ekki hvað er merkilegt við Ísrael, en þeir sem lesa biblíuna, vita að Ísrael var og er útvalin þjóð Guðs. Ekki vegna þess að þeir væru betri en aðrar þjóðir, heldur ákvað Guð að opinbera sig í gegnum þessa þjóð. Og þeir sem tala um að biblían sé rugl, eiga alltaf í erfiðleikum með Ísrael, sem er eins og klukka Guðs í gegnum mannkynssöguna.

Hafðu þökk fyrir Ólafur og Guð blessi þig .

Kristinn Ásgrímsson, 17.8.2008 kl. 18:20

9 Smámynd: Birgirsm

Heill og Sæll Ólafur

Mig langaði bara til þess að þú vissir, að ég bíð rólegur eftir færslu frá þér sem fjalla á um það sem þú kallar Staðgengilsguðfræði, ( sem ég hélt reyndar að kaþólikkarnir aðhylltust, varðandi páfann), en nokkuð yfirvegaður bíð ég eftir útskýringu þinni á dæmisögu Krists um Vondu Vínyrkjana í Matt 21:33.

Kveðja

Birgirsm, 17.8.2008 kl. 23:04

10 Smámynd: Birgirsm

Fyrirgefðu Ólafur ég gleymdi einu.

Fúlt finnst mér og andstyggilegt er að þurfa að sitja við sama borð og gagnrýna sama hlut með ólesinn og vantrúaðann spíritista sem sessunaut. En ég bara get ekki komið skoðunum mínum frá mér, til þín öðruvísi en með þessu móti, ef þú skoðar myndina mína vel þá veist þú að ég hef löngun til að breytast í einn svona,, froðufellandi,, þegar spíritisminn er annarsvegar.

Birgirsm, 17.8.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það hefur verið venja nokkurra bloggvina að þakka fyrir þá sem gert hafa athugsemdir. Ég veit nú ekki hvort það verður vani hjá mér, en þessa stundina langar mig til að þakka þeim sem hafa lsið annan hluta af greininni um Ísrael. Þriðji hlutinn kemur fljótlega, Ísrael í framtíð. Þar á eftir kemur grein sem nefnist, Staðgengilsguðræðin. Það er nóg efni til.

1.Lassez-Faire! Má ég kalla þig Lassa? Ég þakka þér fyrir ummæli þín og gefur það mér styrk til að halda áfram. Ég hef lesið margar greinar undir þínu nafni og finn ég samhljóma við skoðanir og reynslu mína.

2.Linda mín. Þú hefur þann hæfileika að segja það sem þarf og blessar í fáum orðum. Guð blessi þig og styrki.

3.Sæl Rósa. "Ekkert að þakka". Ég vil aftur á móti þakka þér fyrir samstöðu þína í málefnum Ísraels. Einnig þina bjargföstu trú á boðskap Ritninganna.

4. Þór Gunnlaugsson, huglæknir og miðill. Athugsemd þín hafði nú lítð með greinina Ísrael-annar hluti. Ég er afar andvígur miðilskukli. það á engin tengsl við orð og fyirheit biblíunnar. Er í raun í andstöðu við kristna trú. En ég bið Guð að opna augu þín og frelsast. Ég hef séð slíkt gerast í Danmörk,árið 1973-4 þegar þekktur miðill, Irma Hansen sem hafði þjónað í 40 ár í Spíritistakirkjunni í Kaupmannahöfn, frelsaðist fyrir blóð Jesú Krists. Hún losnaði undan því "andavaldi" sem hafði bundið hana í svo mörg ár. Ég var vitni að þessu. Þór! Ákallaðu Jesú og þakkaður Guði fyrir Jesú, fyrir fórnardauða hans á krossi, þar sem hann gaf sitt líf=sitt blóð fyrir okkr öll.
Ég veit um marga sem vilja biðja fyrir þér og reka allt illt "andavald" í burt.

5. Jón ó Jón. Ég skil hvorki hugsun, né tilgang með kveðju þinni.
Lestu betur söguna og hættu öllu RUGLI. Guð blessi þig.
Shalom kveðja frá Zíon.

6.Ragnhildur. Þakka málefnalega grein. um flóttamennina segir þú:

Ekkert þeirra landa sem stóð að innrásinni hefur leyft þeim að aðlagast  þjóð sinni. Öll halda þau þessu fólki í sérstökum "búðum.

Ég hef oft heimsótt flóttmannabúðir í Jórdaníu,vegna strafs míns og hefði viljað skrifa meir um það, en ég er svo þakklátur þér að minnast á þessa skömm arabaþjóðanna að halda þessari þriðju kynslóð flóttamanna í "búðum" sem líkjast fangelsi. Það voru einnig um 800 þúsund flóttamenn gyðinga, sem flýðu arabalönd á svipuðum tíma. Þeir yfirgáfu allt, en í Ísrael fengu þeir haka og skóflu og eru afkomendur þeirra búsettir og frjálsir þegnar í Ísrael.
Þakka þér aftur Ragnhildur.

7. Sæl vertu aftur Rósa. Góð og athyglisverð viðbót hjá þér. Ísarel 60 ára og velskrifuð grein. Það fer sennilega enginn vafi að þú verður kosin athafnamesti "bloggari" í skoðanakönnun hans Hauks. Bið Guð að blessa þig og vernda.
Kveðja frá Zíon.

8. Sáli! Ég hvorki get né vil þakka þér fyrir innlegg þitt. Ég hef séð hvað þú hefur skrifað á þinni vefsíðu...Þú segir hér í athugasemdum:

Í þessu máli má deila um margt en sumt er óumdeilanlegt eins og t.d. það að hin svokallaða helga bók hefur skapað nútímamanninum meira illt en gott á þessu svæði. 

Þessi svokallaða helga bók er vafalaust biblían, sem þú forðast. Þessi bók hefur orðið milljónum manna styrkur og boðskapur sem hefur breytt myrkri í ljós í lífi fjölda manna og kvenna enn þann dag í dag. Ég er einn þeirra

Getur ekki verið að sannleikurinn sé sá að það sé enginn einn algjör trúarsannleikur til Ólafur

Ef þetta er spurning til mín þá vil ég svara þér: Fyrir mig er Kristindómurinn ekki trúarbrögð, heldur er hann persóna, Jesús sem var Kristur. Ég hef persónulegt samfélag við hann. Hann er SANNLEIKURINN. Meðan þú ert flæktur í trúarbragðarugl, óska ég ekki eftri hemsókn þinni, nem að þú snúi þér til hans sem gaf sitt líf fyrir þig á krossi. Fyrir hans blóð getur þú einnig öðlast eilíft líf, sannan frið og varandi gleði,
Leitaðu hans, meðan dagur er.

9. Shalom Aðalbjörn! Þú ert sannur Zíonisti og fyrirverður þig ekki fyrir það. Ég þakka Guði fyrir að eiga þig sem bróðir og "bloggvin".Það var athyglisvert að lesa , þegar þú segir að ég megi til með að.....og svo kemur þú einmitt það sem ég hefði átt að leggja áherslu á. Einnig með föðurbróðir Yesser Arafats, sem var í Þýskalandi á stríðsárunumog átti mikinn þátt i fjöldamorðum á 6 milljónum gyðinga. Ég þakka heimsókn þína og bið Ísraels Guð að vera með þér og þínum alla daga Það er áríðandi að biðja fyrir Ísrael þessa dagana. Vandamál og barátta steðjar að þjóðinni og landinu. Við vitum þó að Guð hefur síðasta svarið í þeim vandamálum.
Ritningin segir okkur að biðja Jerúsalem friðar.

Shalom kveðja frá Zíon.
olijoe
 

10.Kristinn, trúbróðir og vinur. það var mér mikil blessun að fá þig í hemsókn á bloggð mitt. Ég hef oft orðið var við þennan misskilning að ef gyðngar eru enn Guðs útvalda þjóð, hversvegna eru þeir þá ekki neitt betri en aðrar þjóðir.

En eins og þú segr þá ákvað Guð að opinbera sig i gegnum þessa þjóð, þrátt fyrir vankanta þeirra og ófullkomleika.  Mér finnst svo oft að þetta minni mig á okkur sem erum einnig Guðs-lýður, Hans börn. Það er ekki vegna þess hversu við erum góð og fullkominn. það er aðeins af hans náð og kærleika

Kær kveðja til Dísu og megi Drottinn blessa starf ykkar í Keflavík.

Shalom kveðja
olijoe

11og12. Sæll og blessaður Birgir. Ég þakka þér nú fyrir að þú bíður rólegur eftir færslu sem ég lofaði varðandi Staðgengilsguðfræðina. Að sjálfsögðu mun ég standa við það. En áður, vantar ennþá síðasta hlutann um Ísrael, sem gæti heitið,Ísrael á morgun, eða Ísrael í framtíð. Ég er byrjaður að leggja drög að þeirri grein.

Varðandi mína útskýringu á dæmisögunni um Vondu Vínyrkjana, hélt ég að Jón Valur hefði gefið þér svar, á þinni bloggsíðu, en ég skal í greininni um Staðgengilsguðfræðina koma sérstaklega með mínar skoðanir á þeirri sögu.

Annars get ég í fáum orðum sagt þér á aðalatriðum mínar hugsanir um þessa sögu...... Fyrir því segi ég yður, að guðsríkið mun frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávöxtu þess.....Ef við stoppum hér, þá hlýtur sú spurning að koma til okkar, hvaða þjóð? Gríska orðið ethnos, sem er þítt hér sem þjóð getur einnig þítt stofn, flokkur, hópur.  En þegar ég les áfram í sögunni. Og er æðstu prestarnir og Farísearnir heyrðu dæmisögu hans, skyldu þeir að hann talaði um þá.

Margir Farísear og fræðimenn höfðu bætt við Torah ýmsum mannaboðum og kenningum sem ekki voru í samræmi við Ritningarnar. Ef þetta er ekki átt við þá, hver er þá þessi þjóð? Sumir kennimenn segja að það sé kirkjan. Hefur þá kirkjan sínt ávexti orðsins í s.l.2000 ár? Hefur hún þá ekki einnig brugðist köllun sinni?? Ég trúi því að þetta eigi við þá gyðinga sem tóku á móti Yeshua=Jesús. Hinir fyrstu kristnu voru lengi aðeins gyðingar og þeir attu jafnvel erfitt með að trúa því að boðskapurinn skyldi einnig vera til heiðingja..

Seinna voru einnig þeir græddir við hinn eðla stofn Vinviðarins og þar með teiga sömu blessun og trúaðir gyðingar. (Róm.11) Í Efesusbréfinu 3 kafla er talað um að við séum samarfar, samlíkama og samhluttakendur fyrirheytisins. 

Ég trúi ekki að Guð hafi útskúfað lýð sínum! Ég skrifa meir um þetta í greininni um Staðgengilsguðfræðina.

Birgir! Ég skil vel að þú þurfir að sitja við sama borð og við vantrúaðan spíritista. það er ekki andi Jsú sem er í trú iog boðun spíritista og endurholgunarkenningum. Þar er annar "andi" sem tekur á sig ljósengilsmynd.

Þú fyrirgefur, en klukkan er rúmlega 3 að nóttu og ég verð að hætta.

Þakka þér fyrir áhuga þinn á málefnum Ritninganna. Biblían er sú eina bók sem hefur allan SANNLEIKAN. 

Guð er með þér.
olijoe
            

Ólafur Jóhannsson, 20.8.2008 kl. 03:17

12 Smámynd: Birgirsm

Þá erum við sammála Ólafur, þú segir:

Ég trúi því að þetta eigi við þá gyðinga sem tóku á móti Yeshua=Jesús.

Í Markús 16:15-16 stendur :   Jesús sagði við þá: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.   Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða en sá sem trúir ekki mun dæmdur verða.

Ólafur, það voru einungis leifar (lítill partur) Gyðinga sem trúðu og tóku undir og sinntu kalli Drottins.

Þú segir: " Ég trúi ekki að Guð hafi útskúfað lýð sínum! "  þar erum við

 líka sammála, en við vitum báðir að "LÝÐURINN ÚTSKÚFAÐI GUÐI".

Hvað sagði Stefán, áður en hann var grýttur af samlöndum sínum? Post 7:51-53

Þið harðsvíraðir og óumskornir í hjörtum og á eyrum, þið standið ávallt gegn heilögum anda eins og feður ykkar.   Hver  var sá spámaður sem feður ykkar ofsóttu eigi? Þeir drápu þá er boðuðu fyrir fram komu Hins réttláta og nú hafið þið svikið hann og myrt.   Þið sem fenguð lögmálið um hendur engla hafið samt eigi haldið það.“

Ólafur, Guð er góður og Guð hefur gefið mér þann rétt að velja eða hafna boðum hans og frelsunaráformum.  Ef ég vil ekki sjálfur þiggja hans náðargjafir, þá held ég að tilgangslaust væri hjá mér að hugsa til þess að ég muni hvort sem er frelsast, af því að Pabbi minn og Afi voru mjög svo góðir og trúaðir menn.  Sama má segja um Gyðinga nútímans.

Eitt í viðbót: Þó svo að ég líti sömu augum á Israel og aðrar þjóðir, þýðir ekki að ég hati Ísrael.

Kveðja 

Birgirsm, 21.8.2008 kl. 14:21

13 identicon

Sæll Ólafur.

Ég vil þakka þér þessa stórgóðu grein um PALESTÍNUVANDAMÁLIÐ og allt ruglið sem sumir eru að þvæla um. 

Söguskýringar þínar og annað sem prýðir þessa grein er til fyrirmyndar.

Eitt stendur upp úr.

 Tilvera Gyðinga í Ísrael er fyrirsögð í bók Bókanna og er sannleikur,ekkert  í mannlegum mætti getur hrakið það,hversu klárir menn eru að reyna það.Því að Guð er ÖLLUM ÖÐRUM ÆÐRI.

Betra væri að biðja fyrir þeim, sem eru að andmæla þessu.

Og þar sem ég hef ekki sömu þekkingu og aðrir í Bók Bókanna læt ég hér staðar numið.Og enginn maður breytir því  hverju ég trúi. Það veit ég. 

Og bið ég algóðan Guð að vera með þér, Ólafur minn.

Shalom.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 06:15

14 identicon

Gott kvöld ágæti Ólafur og þakka þér fyrir þessa merkilegu og upplýsandi færslu.

Ég fylgdist vel með öllum þessum málum eftir að  ég komst til vits og ára og þótti alveg makalaust að horfa á Ísraelsmenn  gjörsigra hina hatandi nágranna sína á 6 til 7 daga og beygða niður í duftið.

En þjóðir sem vanvirða og fyrirlíta þekkingarleitina og kenna börnunum sínum lítið annað en hatur í garð Ísraelsmanna og Vesturlandabúa, geta ekki unnið hátæknistríð nútímans.  Þetta eru ekki einu sinni sjálfbærar þjóðir, því helmingur þessara þjóða, konurnar eru lokaðar inni heima hjá sér og sagt að þær séu dýr  og þjóðarbrotum, og annarrar trúar fólki sem býr meðal þeirra er haldið niðri eins og hægt er.  Í þessar sveitarómagaþjóðir þurfa vestrænar þjóðir að ausa fjármunum stöðugt.  Hatrið leiðir aðeins til stöðnunar og endar með sjálfshatri og eigin tortímingu.

Guð blessi þig og varðveiti og gefi þér nægan baráttuvilja og styrk.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 20:38

15 identicon

Sæll Ólafur og kærar þakkir fyrir greinarnar þínar.

Varðandi dæmisöguna um víngarðseigandann þá þarf að hafa í huga að í Matteusi 21.28-22.15 eru þrjár dæmisögur í samfelldri frásögn (sem þarf að lesa sem heild, en ekki slíta í sundur) og eftir dæmisögu nr. 2 áttuðu "fræðimenn og farísear" sig á því að hann var að tala um ÞÁ, einmitt eins og þú bendir á.

Það er mjög áhugavert að lesa þetta með Júda og Efraím í huga, en það er of langt mál að rekja það hér.

Hlakka til að heyra meira frá þér.

Shalom,
Sigrún

Sigrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 12:03

16 Smámynd: Birgirsm

Ég er mjög svo sammála Sigrúnu Einarsdóttur, hún segir eftirfarandi:

þrjár dæmisögur í samfelldri frásögn (sem þarf að lesa sem heild, en ekki slíta í sundur)

Synirnir tveir::

Má líkja við Heiðingja og Gyðinga. Gyðingarnir sögðu "Já" en gerðu síðan ekkert, sem Guð bauð þeim að gera.  Heiðingjarnir sögðu "Nei" en gerðu síðan það sem Guð bauð þeim að gera.   Það að boða Fagnaðarerindi Jesú Krists.

Vondu Vínyrkjarnir:

Er mjög svo skýr dæmisaga um að leiðtogahlutverki Ísraels sé lokið, meðal annars vegna höfnunar Gyðinga á Jesú Kristi frelsara sínum.

Boðið til Brúðkaups:

Sýnir okkur að upphaflega átti Gyðingaþjóðin að vera í hlutverki brúðkaupsgestanna sem þó þáðu ekki boðið, greinilegt er samkvæmt dæmisögunni að fyrst boðsgestirnir vildu engan veginn þyggja boðið, var farið út á strætin og öllum sem vildu ( hverrar þjóðar sem er ) boðið að gerast samerfingjar Krists.

Hæpin skýring finnst mér á þessum dæmisögum, ef fólk heldur því fram að Jesús hafi eingöngu verið að ávíta  "ÞÁ"  þessa örfáu fræðimenn og farísea. 

Birgirsm, 24.8.2008 kl. 15:08

17 identicon

Ég vil að það komi skýrt fram hér að ég er ekki að ýta undir þá hugmyndafræði að "hin kristna kirkja" sé komin í stað "Ísrael."

 

Hér eru brot úr greininni sem ég vísaði til í fyrri athugasemd minni.

...So we see that Shiloh/Messiah Yahshua, who wrote Gen. 49:10 and Deuteronomy 33:20-21 through Moses, and knew exactly what His earthly responsibilities were to be, fulfilled the promise by allowing the scepter and the lawgiving authority to "turn aside” or “depart” from Judah to Gad not from Judah TO THE CHURCH!!!!!!

 

...The very same verse that has been used to build, teach and fuel the demonic “Replacement Theology” or “New Spiritual Israel” doctrine, is the very one that in its primary and most often used context teaches just the opposite. It teaches that the scepter and the lawgiver ARE STILL SEATED AND DWELLING IN THE NATION OF 12 TRIBE PHYSICAL ISRAEL, and has never been removed from the 12 tribes of physical Israel (Hebrews 13:8, Malachi 3:6). It has merely been transferred from one tribe to another...

...In its proper context, we see that the parable speaks of Yahweh’s two existing First Covenant sons, Jewish/Israel and the non-Jewish/ 10 tribes of Israel or Judah and Ephraim, who are both physical sons.

...The taking away of the scepter from Judah or son number two, to son number one, (Ephraim) is merely the enacting of the promised departure of the scepter from ONE SIDE OF THE SAME PHYSICAL FAMILY OF ISRAEL, TO ANOTHER. THIS TRANSFER BY MESSIAH IS NOT FROM THE JEWS TO THE SO-CALLED “CHURCH” IN ORDER TO ESTABLISH A FALLACIOUS NEW SEPERTAE ENTITY KNOWN AS THE “NEW SPIRITUAL ISRAEL!”

Alla greinina er hægt að lesa hér:  http://yourarmstoisrael.org/Articles_new/restoration/?page=21&type=12

 

Eins og ég sagði líka, þá er þetta of langt mál til að ræða hér og ég hef ekki áhuga á að fara út í hártoganir. Mig langaði bara til að benda á það sjónarhorn sem kemur fram í þessari grein og mér finnst áhugavert.

 

Shalom,

Sigrún

Sigrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 18:46

18 Smámynd: Birgirsm

Sæl Sigrún og

Þessi grein virðist byggja á útleggingum gyðinga á spádómum GT, þeirra gyðinga sem hafna því alfarið að Jesús sé Kristur (Messiash).

Nú spyr ég ykkur Ólafur og Sigrún!  Hvort takið þið meira mark á útleggingum Kristinna, eða Gyðinga, á spádómum Gamla Testamentisins.

Kveðja

Birgirsm, 24.8.2008 kl. 22:37

19 identicon

Guð blessi þig og skrif þín.Takk fyrir síðast kæri félagi.Kveðja til frúarinnar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:31

20 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

 Þórarinn, Skúli, Sigrún.

Ég var búinn að skrifa langar þakkir til ykkar, hvers og eins, svo fór ég eitthvað vitlaust með "músina" og allt hvarf.....??????

En ég vil þakka ykkur fyrir öllum fyrir þann hlýhug og góðar óskir. það er gott að eiga vini í þeirri baráttu sem við erum þátttakendur í. Best er að vita, að við erum í sigurliðinu.

Birna Dís. Þakka heimsókn þína og, takk einnig fyrir síðast.
En ertu búin að gifta mig?  Baráttukveðja.

Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessi ykkur alla daga.

Shalom kveðja frá Zíon.
olijoe

Birgirsm! Ég hef ekki gleymt þér, en ég er að vinna að næsta þætti um Ísrael. Það tekur mikinn tíma, Þrátt fyrir það, er ég að undirbúa svar við spurnngum þínum og öðrum athugasemdum.

Þakka þolinmæði þína.
 

Ég, ásamt fleirum biðja þér og þínum Guðs blessunar í nafni Yeshua=Jesú.

Shalom kveðja frá Zíon
olijoe
  

Ólafur Jóhannsson, 27.8.2008 kl. 00:04

21 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Birgir. Komdu blessaður!

það er svo margt sem mig langar að segja þér og svara þínum athugasemdum, ásamt skoðunum þínum. þar sem ég er haldin þeim veikleika að vera oft of langorður, mun ég gera það sem ég get til þess að stytta löngun mína til að svara þér sem best ég get. Ég get ekki skilið sannfæringu þína öðru vísi,að Guð hafi tekið blessunina og fyrirheit til sinnar útvöldu þjóðar og gefið annari þjóð! Ég hef ekki fengið svar frá þér, um hvaða þjóð er að ræða. Ef það er kirkjan, sem margir hafa kennt þá vildi ég vita hvenær átti það sér stað, að hann hafi útskúfað sinni þjóð? Ef svo er, þá hefur Páll postuili ekki vitað neitt um það, eftri þvi sem hann skrifað í bréfi til Rómverja í 11 kafla. Yfirskrift kaflans í minni biblíu stendur: Guð hefur ekki útskúfað sínum lýð. Og Páll spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? (og hann svarar sjálfur) Fjarri fer því.......Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum sem hann þekkti fyrirfram....seinna í sama kafla segir hann: Ég vil ekki, bræður mínir að yður sé ókunnugt um þennan leyndardóm, til þess að þér skuluð ekki með sjálfum yður ætla yður hyggna.  Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn. Og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða eins og ritað er.

Frá Síon mun frelsarinn koma og útrýma guðleysi frá Jakob. Og þetta er sáttmáli minn við þá, þegar ég tek burt syndir þeirra.

Ég mæli með því lesandi góður að þú lesir allan kaflann í samhengi Einnig hvet ég þig að lesa bref Páls til Efesusmanna, t.d 2.19. Þessvegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs (ath.samþegnar, ekki í staðin fyrir....!) Lesið einnig í 3 kafla vers 6. Heiðingjarnir eru í Kristi Jesú fyrir fagnaðarerindið orðnir erfingjar með oss, einn líkami með oss, og eiga hlut í sama fyrirheiti og vér.( Athugið, með oss, ekki í staðin fyrir!) Hverjir eru oss og vér?...

Birgir! Þú ert ekki sammála þegar ég (og fleiri) segja að Jesús hafi átt við þá,eins og segir í dæmisögunni um vondu vínyrkjana. Þegar æðstu prestarnir og Farisearnir heyrðu dæmisögu hans (Jesú) skildu þeir að hann átti við þá.

Ég mæli með því að lesandinn lesi hjá Matteusi kafla 23. Blindir leiðtogar. þar eru meira en 20 vers sem Jesús talar til fræðimanna og farísea.
T.d. Vei yður fræðimenn og farísear, hræsnarar,- Vei yður, blindir leiðtogar! 
Getur nokkrum dottið í hug að hann hafi verið að tala til gyðingaþjóðarinnar?

Þú skrifa með stórum stöfum, LÝÐURINN ÚTSKÚFAÐI GUÐI. Já, en Birgir,
GUÐ ÚTSKÚFAÐI ÞEIM EKKI...

Eins og ég hafði hugboð um að þetta yrði löng gein, eða svar, fer ég nú að enda þetta. Áður en ég geri það ber mér að svara spurningum frá þér sem þú spyrð mig og Sigrúnu Einarsdóttur. þar sem ég hef sterkan grun um að Sigrún hafi hvorki tíma né vilja, að taka þátt í hártogum, mun ég svara fyrir spurningum þínum. Þú vitnar í frábæra grein sem Sigrún sendi þér og segir:

Þessi grein virðist byggja á útleggingum gyðinga á spádómum GT, þeirra gyðinga sem hafna því alfarið að Jesús sé Kristur (Messiash).

Þarna skátlast þér hrapalega, góði Birgir. Sennilega hefur þú ekki lesið greinina, né þann "link" sem Sigrún gaf þér. Höfundurinn er Messíanskur (kristinn) gyðingur og kemur hann með mjög athyglisvert efni og svör við mörgum spurningum. Lestu alla greinina!

Næstu spurningar þínar til okkar beggja, Sigrúnar og mín, varð ég að lesa nokkrum sinnum áður en ég skildi þær. Spurningar þínar voru:

Hvort takið þið meira mark á útleggingum Kristinna, eða Gyðinga, á spádómum Gamla Testamentisins.

Þó svo að ekki hafi verið spurningamerki fyrir aftan, geri ég ráð fyrir að þetta sé spurning.

Birgir! Hvað í ósköponum áttu við? Ég hef lesið bækur eftir fjölda kristinna kennimanna og kvenna, sem sumir hafa orðið mér til blessunar og fróðleiks, aðrir ekki. Kristnir, eins og ég og þú hafa oft ólíkar skoðanir. Sama er að sgja um Gyðinga, jafnvel Messíanskir (kristnir) hafa oft mjög ólíkar skoðanir og kenningar. Það er því ekki hægt að svara þessari spurningu með, annað vort eða.....

Nú verð ég að hætta. Ég vil þakka þér sérstaklega fyrir athgasemdir þínar og spurningar. þær hafa gefið mér tækifæri til þess að koma sjónarmínum og trú til fjölda þeirra sem lesa þetta blogg.

Ég ætlast ekki til þess að þú svarir mér, en ég læt hér staðar numið. Er bráðum búin með þriðja þáttinn um Ísrael. Þá ertu einnig velkominn í heimsókn. Ég óska þér Guðs blessunar og hvet þig til að halda áfram að rannsaka Riningarnar. Þær hafa allan SANNLEIKANN:

Shalom kveðja frá Zíon.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 27.8.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband