19.7.2008 | 12:42
Ísrael
Félagið ZION
Vinir Ísraels
Pósthólf 8930
128 Reykjavík
Tölvupóstur: zion@zion.is
Sálmur 128:5 |
Stefna og markmið. (Jes:62,6-7)
Vinir Ísraels eru sem varðmenn við múra Jerúsalem sem aldrei þegja, hvorki um daga né nætur... uns Hann reisir Jerúsalem og gjörir hana vegsamlega á jörðinni.
Félagar eru einstaklingar sem trúa á boðskap Biblíunnar fyrirheit hennar fyrir alla tíma.
Félagar líta á stofnun Ísraelsríkis 1948 sem hluta af uppfyllingu fyrirheita sem gefin hafa verið í Biblíunni.
Félagar trúa á mátt bænarinnar og hvetja presta og forstöðumenn hinna ýmsu samfélaga að minnast þessa Lands og þjóðar með blessunum sínum og fyrirbænum.
Félagið styrkir á allan hátt þá sem vilja hjálpa gyðingum að verja land sitt og sjálfstæði. Einnig að græða þau sár sem landið og þjóðin hefur hlotið, og mun hljóta !
Félagar standa í gegn kynþáttamisrétti hvar sem er, gegn ógnum og hryðjuverkum hvaðan sem þau koma.
Félagar munu stuðla að og hafa áhrif á, að sem flestir geti heimsótt Landið helga og tekið þátt í hátíðum sem tengdar eru Biblíunni sbr. Páskar, Hvítasunnuhátíð og Laufskálahátíð.
Félagið mun aðstoða ungt fólk sem vill vinna á samyrkjubúum, til lengri eða skemmri tíma.
Félagið styrkir skólastarf meðal palestínu/araba og gyðinga.
Að vera vinur Ísraels, þýðir ekki að vera óvinur annarra...
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 20.7.2008 kl. 10:15 | Facebook
Athugasemdir
Sæll og blessaður.
Ég má nú til með að vera með þeim fyrstu til að skrifa innlegg á síðuna þína.
Ég er félagi í Zion Vinir Ísraels og hef ég einu sinni heimsótt Landið helga.
"Lát óma gleðihljóm og kveða við fagnaðaróp, þú sem býr á Zíon, því að mikill er Hinn heilagi í Ísrael meðal þín." Jesaja 12. 6.
Guð blessi þig.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 13:07
Sæll Ólafur, mikið er gaman að sjá þig hér á blogginu, maður með þína þekkingu á málefnum Ísraels er mikilvægur partur af því að fá réttar upplýsingar hér á bloggið. Guð blessi þig og varðveiti kæri vinur.
Linda, 19.7.2008 kl. 13:22
Velkominn Ólafur á bloggið, hlakka til að lesa þína pistla.
Kristinn Ásgrímsson, 19.7.2008 kl. 17:20
Gleður mig að sjá þig hér á blogginu og vænti ég mikils af þér að leiðrétta allskyns missagnir, frá hinum ýmsu aðilum um Ísrael.
Bestu kveðjur og árnaðaróskir.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:44
Velkomin á bloggið Ólafur
Árni þór, 20.7.2008 kl. 17:49
Vertu velkominn vinur Ísraels, megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa þig og þína, þess bið ég í Jesú nafni Amen. Shalom, Hosanna, Shalom.
Aðalbjörn Leifsson, 20.7.2008 kl. 19:10
Velkominn á bloggið Ólafur! Bestu kveðjur!
Guðrún Markúsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:50
Sæll kæri Ólafur. Þú ert loksins kominn með síðu á mbl-blogginu eins og ég hef nú svo sem um langa hríð hvatt til að þú stofnaðir.
Velkominn - það er fengur í þér hérna þó ég sé ekki ávallt sammála þér í öllu sem þú setur fram í sjónvarpsþáttunum þínum góðu. Til að forðast misskilning á þessum orðum mínum, þá á ég hér við kenningarlega hluti úr Ritningunni.
Deo duce, ferro comitante
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.7.2008 kl. 02:39
Sæll og blessaður Ólafur.
Til hamingju með að vera kominn í hóp moggabloggara. Ég hlakka til að lesa pistlana þína.
Shalom,
Sigrún
Sigrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 23:13
Sæll Ólafur minn.
Og vertu svo sannarlega velkominn á Bloggið.
Ég býst við skilmerkilegum skrifum frá þér til okkar hinna sem erum í Bloggheimum,og býð spenntur eftir því. Gangi þér allt sem best í haginn eins og þættirnir þínir á Omega eru.
Þeir eru frábærir og Ómissandi.
Algóður Guð blessi þig.
SHALOM. SHALOM.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 01:55
Glæsilegt!
Hlakkar mikið til þess að lesa færslurnar þínar.
Ingvar Leví Gunnarsson, 24.7.2008 kl. 23:41
Ég vil þakka öllum þeim 11 sem hafa sent hér innlegg með góðum óskum varðandi þetta nýfædda blogg mitt.
Ég ætla ekki að nefna öll nöfnin ykkar, en ég hef öðlast styrk og þor, eftir að hafa lesið kveðjur ykkar.
Nú styttist í það að ég komi með grein (greinar) um málefni Ísrael. það er mikið efni til og mun ég skipta greinum í hluta, því langar greinar missa oft markmiðið.
Sá Guð sem vakir yfir Ísrael, vakir einnig yfir okkur.
Megi Hann einnig styrkja ykkur og varðveita alla daga.
Shalom kveðja
Ólafur (olijoe)
Ólafur Jóhannsson, 27.7.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.