Ísrael

Félagið ZION
Vinir Ísraels
Pósthólf 8930
128 Reykjavík
Tölvupóstur: zion@zion.is

Sálmur 128:5
Drottinn blessi þig frá Síon, þú munt horfa með unun á
hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína.

Stefna og markmið. (Jes:62,6-7)

Vinir Ísraels eru sem “varðmenn við múra Jerúsalem sem aldrei þegja, hvorki um daga né nætur”... uns Hann reisir  Jerúsalem og gjörir hana vegsamlega á jörðinni.

Félagar eru einstaklingar sem trúa á boðskap Biblíunnar fyrirheit hennar fyrir alla tíma.

Félagar líta á stofnun Ísraelsríkis 1948 sem hluta af uppfyllingu fyrirheita sem gefin hafa verið í Biblíunni.

Félagar trúa á mátt bænarinnar og hvetja presta og  forstöðumenn hinna ýmsu samfélaga að minnast þessa Lands og þjóðar með blessunum sínum og fyrirbænum.

Félagið styrkir á allan hátt þá sem vilja hjálpa gyðingum að verja land sitt og sjálfstæði.  Einnig að græða þau sár sem landið og þjóðin hefur hlotið, og mun hljóta !

Félagar standa í gegn kynþáttamisrétti hvar sem er, gegn ógnum og hryðjuverkum hvaðan sem þau koma.

Félagar munu stuðla að og hafa áhrif á, að sem flestir geti heimsótt Landið helga og tekið þátt í hátíðum sem tengdar eru Biblíunni sbr. Páskar, Hvítasunnuhátíð og Laufskálahátíð.

Félagið mun aðstoða ungt fólk sem vill vinna á samyrkjubúum, til lengri eða skemmri tíma.

Félagið styrkir skólastarf meðal palestínu/araba og gyðinga.

Að vera vinur Ísraels, þýðir ekki að vera óvinur annarra...

 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband