Jerúsalem, hverra?

 

Jerúsalem, hverra?

 

Eins og ég skrifaði í fyrri grein minni um Jerúsalem, þá heyrum nærri því dagalega í fjölmiðlum eitthvað um Jerúsalem. Þeir sem hafa komið til þessarar borgar eiga erfitt með að gleyma þeim áhrifum sem þeir verða fyrir. Ég hef í um það bil 30 ár haft þá gleði og forréttindi að heimsækja Ísrael og dvelja í Jerúsalem ásamt ferðahópum héðan frá Íslandi og oftast tekið þátt Laufskálahátíðinni, sem er að hausti til.(Rúmlega 1000 íslendingar hafa tekið þátt í þessum ferðum).

 

Enn í dag hitti ég fólk sem var með í slíkum ferðum og heyri ég jafnan hve minning þeirra er grópuð gleði og þeim jákvæðu hughrifum sem það upplifði, sérstaklega í Jerúsalem.

 

(Aðeins einu sinni sagði mér stúlka sem fór á kristilegt mót, að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum, hún hafði ekki fundið fyrir þessari “helgu” borg, sem hún hafði vænst).Henni fannst borgin vera of ný-tískuleg, sjónvarpsnet á húsum, bílaumferð, trúræknir gyðingar með sígarettu í hendi og unglingar í vestrænum klæðnaði. Já, þannig er einnig hægt að sjá, það sem fyrir augu ber.

 

Langflestir eiga minningar frá æsku, e.t.v. sögur úr Sunnudagaskóla eða við kirkjuheimsókn á jólum, þar sem sagt var frá sögunni í Betlehem, eða frá starfi Jesú í Jerúsalem. Hjá slíkum er að finna eftirvæntingu og ekki er óalgengt að margir fara aftur og aftur í heimsókn til þessa lands og borgar sem hafa gefið okkur svo mikið. Fjöldi ferðamann sem ég hef talað við, hafa fundið sérstök áhrif blessunar þegar við höfum verið á Olíufjallinu og lítum yfir borgina. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum, en þeir sem lesa þessa grein og hafa farið til Jerúsalem, skilja þetta.

 

Margir Sagnfræði og Fornleyfafræðingar telja að borgin hafi verið byggð frá árinu 3200 f.Kr. Í Babýlonskum ritum frá um 1400 f.Kr. er talað um Urasalim, og í 1.Mósebók 14 er sagt frá Melkisedek sem var konungur í Salem. (Salem þýðir friður). Kringum árið 1000 f.kr. vann Davíð konungur þessa borg frá Jebúsítum. Árið 1004 f.kr. gerði Davíð konungur borgina að höfuðborg ríkisins og hefur borgin verið óslitið höfuðborg Ísraels síðan.

 

Eins og ég sagði í fyrri grein minni, þá hafa fjölmargar þjóðir unnið þessa borg og margir harmleikir og blóðugar styrjaldir geisað þar. Frá tíma Davíðs fékk borgin nafni Jerúsalem, sem hún heitir enn. Sonur Davíðs, Salómon byggði hið mikla musteri á Móríahæð árið 950 f.kr. yfir sáttmálsörkina. Þar fóru fram guðsþjónustur, samkvæmt boðun lögmálsins. Musterið var í huga Gyðinga heilagt hús þar sem Guð, Jahve tók sér bústað. Þessu mikla Musteri varð síðan eytt árið 586 f.kr. þegar herir Nebukadnesar réðust á landið, brenndu meginhluta borgarinnar og tóku þúsundir Gyðinga sem þræla til Babýlon. Þá hvarf sáttmálsörkin og enginn veit með vissu hvar hún er niðurkomin.

 

Í þúsundir ára hafa stórveldi á hverjum tíma teygt hendur sínar til Jerúsalem. Mörg ríki hafa vilja eigna sér borgina, notfæra sér hana og jafnvel eyðileggja, en það merkilega hefur gerst, að öll þau ríki og stórveldi sem hafa snúist gegn borginni hafa liðið undir lok á meðan Jerúsalem stendur eftir.

 

Jerúsalem á stórkostlega framtíð.

 

Jerúsalem er borgin þar sem Messías (Kristur) mun koma til og þaðan mun hann ríkja og stjórna heiminum segir Biblían. Án þessarar framtíðarvona hefur borgin enga sérstaka þýðingu, þá væri hún eins og hver önnur borg. Einungis áhugavert safn þriggja trúarbragða. Þessi framtíð felst ekki í því sem Sameinuðu þjóðirnar vilja, þ.e. gera Jerúsalem að borg þriggja trúarbragða, undir stjórn alþjóðasamtaka.  Jerúsalem er borg Guðs, borg Gyðinga og höfuðborg Ísraels.

 

Þegar Ísrael varð ríki að nýju árið 1948 samkvæmt ákvörðun Sameinuðu
þjóðanna hófst stríð.
Jórdanir hertóku mikinn hluta hinnar fornu Júdeu-Samaríu, og náðu
yfirráðum yfir austurhluta Jerúsalem. Gyðingum var þá algerlega bannað að
koma þangað og gátu því ekki farið að Vesturmúrnum til bæna,
sem er einn þeirra helgasti staður.

Það var dauðadómur fyrir Gyðinga að fara inná þetta svæði.

 

Nítján árum síðar, í 6-daga stríðinu árið 1967 tókst varnarliði Ísraels að endurheimta alla borgina og sameinuðust borgarhlutarnir aftur. Í dag er öll Jerúsalem höfuðborg Ísraels.  Þrátt fyrir hótanir frá íslamska heiminum og öðrum, munu  Ísraelsmenn aldrei samþykkja kröfuna um að borginni verði skipt að nýju.

 

Múslímar segja hana þriðju helgustu borg Íslams, en í Kóraninum helgiriti þeirra, er hvergi minnst á Jerúsalem með nafni. Í Biblíunni, helgustu bók Gyðinga og kristinna, er hún nefnt oftar en 800 sinnum.

 

Ég vil enda þennan hluta af þessari grein minni um Jerúsalem, með tilvitnun í Jesaja 62.1, :Sökum Zíonar get ég ekki þagað, og sökum Jerúsalem get ég ekki kyrr verið, uns réttlæti hennar rennur upp sem ljómi og hjálpræði hennar sem brennandi blys.......6.Ég hef skipað varðmenn yfir múra þína Jerúsalem. Þeir skulu aldrei þegja, hvorki um daga né nætur.

 

Þakka þér fyrir að lesa þessa grein. Tilgangurinn er að vekja athygli á fyrirheitum Guðs, Abrahams, Ísaks og Jakobs.

 

Drottinn blessi þig frá Zíon, hann sem er skapari himins og jarðar. Sálm:134.3.

 

 PS. Á nokkrum stöðum hef ég vitnað í bókina
ÍSRAEL, Gyðingar þjóð framtíðarinnar, útg.Vakning.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einmitt málið, hverra er borgin? Auðvitað er hún gyðinganna. Saga þeirra er þar, vagga menningar og trúar. En það hefur verið regla í gegnum aldirnar að ef einhver fer í hernað á móti öðrum og tapar stríðinu þá er hinn sami réttlaus og tapar öllu, landi, bæjum, borgum og fólki.

Einu sinni var Flensborg, dönsk borg. Einu sinni var Texas í Mexíkó. Vilja menn bakka núna og breyta landamærum þessara staða?

Ekki voru  það gyðingar sem hótuðu að reka Araba út í Miðjarðarhafið! Enn í dag er verið að þröngva að þeim með hótunum frá Íran og ógnunum að fá ríki og deila með því Jerúsalem. Í "hliðarríkinu" eru kennslubækur með textum sem segja börnum að gyðingarnir hafi engan tilverurétt.

Ætli menn sjái ekki enn hvarnig múslimaöflin fóru með Líbanon? Þar bjuggu kristnir og múslimar saman í friði unz Arafat flúði undan Jórdaníukonungi eftir svarta september1972.

biðjum Jerúsalem friðar.

kær kveðja

Snorri í Betel

snorri í betel (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:16

2 identicon

Já Ólafur, Jerúsalem er stórkostleg borg, það er ekki hægt að lýsa þeim hughrifum sem maður verður fyrir þar. Að vera uppi á Olíufjallinu, Grafargarðinum og ganga eftir ViaDolarosa er eitthvað sem maður verður bara að upplifa sjálfur. Ég hef ferðast víða um heiminn og komið í margar höfuðborgir, en það er engin borg sem mig langar eins mikið að koma aftur til og Jerúsalem.

Biðjum Jerúsalem friðar!

Shalom

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Vonandi á ég eftir að heimsækja Jerúsalem með þér einhvern tímann Óli. Ég kom til Jerúsalem 1990 og fannst mikið til koma. Síðan þá hefur trú mín aukist og mig langar núna að fara til borgarinnar helgu í pílagrímsför.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.9.2009 kl. 00:23

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Takk Ólafur fyrir að halda merki Jerúsalem á lofti.

Ég er einmitt að lesa bókina " Sex daga stríði " mjög merkileg lesning. Er Dyan stóð við Grátmúrinn sagði hann:,, Við höfum snúið aftur til okkar mesta helgidóms, sem við munum aldrei aftur láta af hendi.

Ég minni líka á alþjóðlegan bænadag fyrir Ísrael sem verður 4. október nk.
The Day of prayer sjá aglow.is

Blessun Guðs yfir þig kæri bróðir.

Helena Leifsdóttir, 8.9.2009 kl. 22:03

5 Smámynd: Hörður Finnbogason

ég þakka þér enn fyrir góðar greinar

shalom bróðir

Hörður Finnbogason, 9.9.2009 kl. 23:07

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég vil þakka þér fyrir þessa færslu kæri Ólafur og hafðu Guðs blessun fyrir!

Ég var að standa uppfrá sjónvarpinu frá því að horfa á þátt um Jerúsalem á Omega og er ég alltaf jafn gagntekinn þegar fjallað er um þetta efni.

Ég er lengi búinn að eiga mér þann draum að fara með þér eða Snorra Óskars til Jerúsalem og bið Guð að sá draumur minn megi rætast.

Með bróður kveðju Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 9.9.2009 kl. 23:49

7 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Snorri í Betel! Þakka komu þína og þann fróðleik sem þú nefnir. Það er gott að eiga bræður og systur sem blessa Ísrael. Biðjum um fleiri slíka.

Ég minni þig á 4.október sem er alþjóðlegur bænadagur fyrir Ísrael
Laufskálahátíðin hér í Reykjavík er 03.október.

Sjáumst þar?

Shalom kveðja.

Áslaug Herdís! Ég þekki þessa tilfinningu þína þegar þú varst uppá Olíufjallinu.

Ég hef farið með um 1000 íslendinga til Ísrael á s.l. 25 árum og þessi reynsla þín, er þekkt meðal þeirra ferðalanga sem ég hef haft.

Biðjum að fleiri mættu upplifa þessi hughrif sem þú nefnir.

Vertu velkomin á Laufskálahátíðina okkar hér í Reykjavík 03.október.

Shalom kveðja.

Guðmundur St.Ragnarsson
Ég vona einnig að þú eigir eftir að fara upp til Jerúsalem og upplifa sögustaði Biblíunar. Ég vildi gjarnan vera þar þegar þú kemur þangað.

Þakka innlit þitt.

Minni á Laufskálahátíð okkar hér í Reykjavík 03.október.
Velkominn.

Shalom kveðja.

Helena!. Þakka þér trúsystir fyrir heimsókn þína. Ég þekki bókina um "Sex daga stríðið" og um Yom-Kippur, sem ég veit að þú ert byrjuð að lesa.
Guð blessi starf þitt í Aglow og þínar fyribænir fyrir Ísrael.

Drottinn mun launa þér.

Ég hlakka til að hitta þig á Laufskálahátíðini hér í Reykjavík 03.oktober.
Shalom kveðja

Hörður, bróðir og vinur. þakka fyrir komuna.

það var mikil blessun að hafa þig með í Jerúsalem á Laufskálahátíðinni
fyrir okkrum árum.

þakka tryggan vinskap þinn.

Ég geri ráð fyrir að sjá þig á Laufskálahátíðinni hér í Reykjavík 03.október.
Shalom kveðja.

Þórólfur! Eins og ég lofaði þér, þá kom hér önnur grein um Jerúsalem. Eg á nóg efni í þá þriðju,.. (við sjáum til)...

Ég er sammála þér að þátturinn um Jerúsalem á Omega er stórkostlegur. Láttu daruminn rætast  Hvort sem þú ferð með Snorra, mér eða öðrum.

Við höldum Laufskálahátíðina hér í Reykjavík 03.október.
Það væri gaman að sjá þig þar.

Shalom kveðja.

Ólafur Jóhannsson, 12.9.2009 kl. 22:36

8 Smámynd: Eygló Hjaltalín

Sæll.

Mikið eru þetta fróðlegar greinar hjá þér og mikið væri gaman að sjá fleiri þessum líkum,já Jerúsalem er borg gyðinga,,sem ég bið fyrir og blessa Israel,ég er þessar mundir að lesa bókina er þú vitnar til og bæn mín í dag er að það verði að verð til Ísrael næsta vor.

Megi Guð margvalt blessa þig.

Salom kveðja Eygló.

Eygló Hjaltalín, 15.9.2009 kl. 15:37

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæl Eygló mín!

þakka blessanir þinar og góðar óskir.

Já, þessi bók sem þú nefnir er fáanleg og hefur mikinn fróðlegg að bera.

Ég vilda, að sem flestir gætu náð sér í eintak.

Vonandi verða möguleikar fyrir þig, næsta ár. að heimsækja Jerúsalem. Biðjum Drottinn, að sem flestir fái tækifæri til að fara.

Ég vil minna þig og aðra sem lesa þetta, að Laufskálahátíðin okkar er Laugardaginn 03.október kl.14. Í samkomusal Samhjálpar Stangarhyl 3.

Þangað eru allir Ísraelsvinir velkomnir, fjölbreitt dagskrá, ókeypis aðgangur.

Shalom kveðja

Ólafur Jóhannsson, 15.9.2009 kl. 20:05

10 Smámynd: Einar Gíslason

Kæri vinur og trúbróðir  Ólafur. Ég er þér hjartanlega sammála um Jerúsalem. Hún er höfuðborg allra trúaðra, bæði gyðinga og heiðingja, sem trúa á Guð föður og einka son hans Jesús .  Eins og Páll postuli segir í Efesusarbréfi 3:6 "Heiðingjarnir eru í Kristi Jesús fyrir fagnaðarerindið orðnir erfingjar með oss, einn líkami með oss, og eiga hlutdeild í sama fyrirheiti og vér." Og annarsstaðar stendur í Opinberun Jóhannesar 21: 2 og áfram." Og ég sá borgina helgu, nýja Jesúsalem stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum. 3. Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði:"Sjá , tjaldbúð Guðs er meðal manna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur vera hjá þeim , Guð þeirra."

 Hvílík náð það er að fá að vera með Gyðingunim, sem bræður þeirra vinir og samarfar. Hvílík framtýð bíður okkar.  Kveðjur einargísla. 

Einar Gíslason, 16.9.2009 kl. 18:27

11 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Einar Gíslason. Þakka kærlega komu þína, ásamt greinargóðum tilvitnunum í Ritningarnar. Þú leggur sannarlega rétta áherslu, að við erum samarfar Gyðinga,(Efesus.br.3:6)...

Ég minni einnig á Rómverjabréfið 11.kafla. Við sem vorum "villi-olífuviður" erum græddir við hinn eðla stofn Vínviðarins og njótum sömu blessanir og fyriheit, sem Gyðingar.

Að vísu, trúi ég ekki að Jerúsalem sé höfuðborg "allra trúaðra".

Jerúsalem nútímans er höfuðborg Ísraels og hefur ekki verið höfuðborg neins annar ríkis síðan Davíð konunugur gerði hana að höfuðborg árið 1004, f.kr.

Annað mál er, hin Nýja Jerúsalem sem kemur niður frá himni. Í henni mun allur Guðs-lýður búa. það er okkar framtíðar von.

Slóðir Biblíunar, fótspor Jesú er í Jerúsalem og um allt "landið helga".

Einar minn, láttu drauminn rætast og heimsóttu þessa stór-merkilegu borg, þar sem Drottinn hefur gert sér bústað. Sálm:87.2.3.

Shalom kveðja til þín konu þinnar..

Ólafur Jóhannsson, 17.9.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband