Staðgengilsguðfræðin

 

Staðgengilsguðfræði, sannleikur eða...

 

Sú kenning kom fljótlega upp í hinum fyrstu samfélögum kristinna manna, var að Guð hafi afneitað sinni þjóð, Gyðingum og önnur "þjóð" hafi tekið við sem var (er) kirkjan. Þessi skoðun virðist hafa byrjað mjög snemma, því Páll postuli, virðist svara þessu í bréfi til Rómverja í 11. kafla. Páll spyr: "Hefur Guð útskúfað lýð sínum?" Og hann svarar: "Fjarri fer því. Sjálfur er ég Ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum, sem hann þekkti fyrirfram."

 

Fyrir nokkrum árum gaf ég út lítinn bækling um þetta efni, sem hét, "Sannleikur eða..". Ég mun notfæra mér nokkar útskýringar og athugasemdir úr því hefti. Til þess að geta öðlast meiri skilning á Orðinu, þurfum við að losa okkur við kenningastrauma, sem byggðir eru á mannasetningum og rangtúlkunum.

 

Við þekkjum kirkjudeildir, sem boðuðu endurkomu Drottins árið 1843. Þegar það gekk ekki upp, þá var þeim spádómi breytt til ársins 1844 (í október). Þegar það reyndist einnig rangt, hurfu margir úr því samfélagi, en aðrir héldu fast við að eitthvað stórkostlegt hefði gerst á himnum. Þá hafi verið byrjað að ljúka upp "bókunum" og tími náðarinnar væri liðinn. Seinna kom fram kenning, að Drottinn kæmi árið 1876. Þrátt fyrir villu sína, gáfust þeir ekki upp og sögðu nú, að Jesús kæmi árið 1914 og myndi stofna friðarríki sitt hér á jörð...  Aftur var spáð, að árið 1975 myndi hinn mikli atburður dóms, eiga sér stað. Ekkert af þessu hefur reynst rétt. Það væri hægt að nefna fjölmarga aðra "spádóma" sem ekki reyndust af Guði gefnir.

 

Það er enn ein kenning, sem gegnum aldirnar hefur átt mikið fylgi meðal kristinna kennimanna og samfélaga. Sú kenning er oft nefnd staðgengilsguðfræði og er hún ástæðan fyrir þessari grein. Þegar ég var lítill drengur í sunnudagaskóla, var mér kennt, að hinir vondu Gyðingar hefðu drepið Jesú. Þess vegna hefði Guð afneitað þeim og þeir þurft að líða fyrir þetta alla tíð síðan. Þeir hefðu kallað bölvun yfir sig. Þeir sem kenna slíkt, segja einnig að Guð hafi útvalið aðra "þjóð", til að taka við hlutverki Gyðinga, þ.e. kirkjuna. "Kirkjan er Ísrael." Þessi hættulega kenning, hefur orðið til mikillar vanblessunar og orsök mikilla hörmunga um aldir.

 

 

Ég hef sagt, að staðgengilsguðræðin kenni, að kirkja sé Ísrael. Hvernig getur það verið að menn trúi þessu? Í raun er ekki erfitt að skilja þetta, ef Ritningarnar eru túlkaðar með aðferð sem kallast "myndlíking". Hvað er svo myndlíking? Maður sem "myndlíkir" kafla úr Ritningunum, varðar minna um eiginlega merkingu orðanna, en meira um leynda merkingu þeirra. Að myndlíkja er að túlka kafla úr Ritningunum með þeim hætti, að litið sé á hvert smáatriði sem tákn um dýpri andlegri merkingu. Þessi aðferð til túlkunar er hættuleg og stundum blekkjandi.

 

Með myndlíkingu má í raun lesa út úr Ritningunum það sem maður vill, ef maður leggur sig nægilega fram.

 

Á 16. öld, fór Marteinn Lúter og aðrir mótmælendur að efast um gildi þess að nota myndlíkingu til túlkunar. Rök þeirra voru þau, að almenna reglan við túlkun Ritninganna ætti að vera bókstafleg, nema í sérstökum tilfellum. Bókstafleg túlkun á kafla úr Ritningunum gerir þá kröfu m.a. að við skoðum sögulega atburði og spádóma sem bókstaflega, þótt þeir séu stundum settir fram á skáldlegu og myndrænu máli.

 

Hvernig getum við verið viss um að bókstafleg túlkun á Biblíunni, sé besta túlkunaraðferðin? Besta röksemdin er sú staðreynd að hundruð spádóma Biblíunnar hafa ræst í smáatriðum. Ég nefni nokkra spádóma um Messías sjálfan. Í Jesaja 7:14 var því spáð, að Messías yrði fæddur af yngismey. Í Míka 5:1 er því lýst yfir að Hann muni fæðast í Betlehem. Í sálmi 22 er því lýst nákvæmlega hvernig Messías muni líða þjáningar. Í Jesaja 53, segir spámaðurinn frá þjáningum Hans og dauða, greftrun hans í gröf ríks manns og upprisu.

 

Fyrst að spádómar fyrra testamentisins (GT) um Yeshua=Jesú gengu bókstaflega í uppfyllingu, eigum við þá ekki að vænta þess aðspádómarnir um Ísrael og Gyðinga uppfyllist líka með bókstaflegum hætti. Þrátt fyrir þetta þrjóskast þeir við sem kenna staðgengilsguðfræðina og segja að kirkjan hafi á "táknrænan" og "andlegan" hátt uppfyllt spádómana um Ísrael. Þar af leiðandi, hafi eldri spádómar allir fallið úr gildi.

 

Ég spyr ykkur: "Hefur kirkjunni nokkru sinni verið dreift og hún send meðal þjóðanna, eins og spámennirnir sögðu fyrir um?" Hefur kirkjunni nokkru sinni verið lofað endurkomu til lands og fjalla Ísraels? Hafði spámaðurinn kirkjuna í huga er hann segir: " Þeir munu búa í landinu, sem ég gaf þjóni mínum Jakob, landinu sem feður yðar bjuggu í?"  Það er einungis með myndlíkingu, sem hægt er að komast að þeirri niðurstöðu, að kirkjan sé Ísrael. Þá er að svara spurningunni: "Hvernig varð staðgengilsguðfræin ríkjandi í kenningu kirkjunnar?" Hluti af svarinu við henni er að staðgengilsguðfræðin er eðlileg afleiðing af túlkun með myndlíkingu, sem kirkjan hefur lengst af stuðst við. Þegar litið er til sögu Gyðinga frá fyrstu öld, virðist sagan styðja staðgengilsguðfræðina, að minnsta kosti fram til þessa. Á yfirborðinu eru rökin sannfærandi. Áður en mannsaldur var liðin frá krossfestingu Yeshua/Jesú, hafði Rómverski herinn, rænt alla Jerúsalemborg, gjöreytt musterinu, rifið meirihluta Gyðinga upp og flutt þá til hinna ýmsu afkima heimsveldisins. Þetta sannfærði ýmsa um, að hlutverki Ísraels í áætlun Guðs væri lokið og kirkjan tekið henni.

Allar götur síðan hefur saga Gyðinga verið samfelld sorgarsaga og í augum staðgengilsguðfræðinga staðfest þá trú þeirra, að Guð hafi yfirgefið Ísrael.

 

Mest af þeirri illsku, sem komið hefur yfir Gyðinga síðastliðin 1800 ár, myndi aldrei hafa átt sér stað, ef staðgengilsguðfræðin hefði ekki verið kennd í kirkjunni. Til að réttlæta andgyðinglega afstöðu sína, hófu kristnir guðfræðingar að kenna, að dauði Krists væri á ábyrgð Gyðinga og þeir væru sekir um glæp glæpanna "Guðsmorð". Margir kristnir fóru að trúa því, að eina leiðin til að sýna hollustu sína við Jesú, væri að sýna hatur sitt á morðingjum Drottins. Jóhannes Krystóstóm (heilagur Krystóstóm), sem var uppi á 4.öld eftir tímatal okkar, hafði þetta að segja í einni af predikunum sínum: "(Þeir eru)...morðingjar, eyðendur, menn haldnir Djöflinum. Samkomuhúsin eru verri en hóruhús. Gyðingar eru hópur afbrotafólks. Ég hata samkomuhúsin og gyðingana.--- Jóhannes Krystóstóm er dýrlingur (kaþólsku kirkjunnar)!!!  

 

Við rannsóknir á kirkjusögunni komst ég að því að andúð á Gyðingum var ekki bundin við Rómversku kirkjuna. Andúð á Gyðingum var einnig áberandi í skrifum siðbótamanna, sem áttu að hafa hreinsað Rómversku kirkjuna að miklu leyti af spillingu og kenningavillu...

 

Siðabótarmaðurinn Marteinn Lúter, var í upphafi fullur samúðar í garð Gyðinga og trúði því, að þeir mundu gerast trúskiptingar fyrir boðskap sinn um réttlæti af trú.  En raunin varð önnur og Lúter varð síðar mjög bitur í garð Gyðinga. Að lokum varð Lúter jafn harðsnúinn og Rómverska kirkjan í fyrirlitningu sinni á Gyðingum. Marteinn Lúter studdi í raun brottrekstur Gyðinga frá Þýskalandi og einnig eyðileggingu samkunduhúsa þeirra og trúarbóka. Lúter skrifaði eftirfarandi: "Gyðingar eru rustamenni, samkunduhús þeirra eru svínastíur, það ætti að brenna þá. Rán og illvirki eru þeirra lifibrauð. Þeir eru skepnur sem ætti að reka út eins og hunda". Það ætti því ekki að koma á óvart, að Nasistar, er þeir komust til valda í Þýskalandi, skyldu nota skrif Marteins Lúters og annarra kirkjufeðra til að réttlæta andúð sína á Gyðingum.

 

Það skilti sem mætti Gyðingum við komuna til Dachau, sem voru einhverjar alræmdustu dauðabúðir Nasistanna,stóð: "Þú ert hér vegna þess að þú drapst Guð okkar".

 

Myrtu Gyðingar Jesú?

Við heyrum oft sagt að Gyðingar hafi krossfest Jesú og þar með hafnað honum. Rómverskir hermenn framkvæmdu sjálfa aftökuna. Sögulega séð tengdust bæði Gyðingar og Rómverjar þessum atburði. Samkvæmt þessu ætti að ofsækja alla Rómverja og Ítali því að það voru þeir sem ráku inn naglana. Við verðum einnig að muna, að Jesús átti þúsundir stuðningsmanna og trúlega fylgdi meirihluti þjóðarinnar honum, en af ótta þorðu menn ekki að mótmæla. Gleymum því ekki að æðsta ráðið var klofið, bæði Nikódemus og Jósef frá Arímaþeu voru t.a.m. á móti því að Jesús væri tekinn af lífi.

 

Jesús var ekki tekinn af lífi vegna skoðana sinna. Jesús var það fórnarlamb sem átti að slátra fyrir syndir allra manna. Hver deyddi hann þá? Þú og ég. Allir menn eru sekir. Allir hafa syndgað. Jóhannes skírari sagði að hann (Jesús) væri "Guðs lamb er bæri burt synd heimsins". Friðþægingin, fórnardauði Jesú á Krossinum var í ráðsályktun Guðs. Fyrir marga er erfitt að skilja þetta. En þetta er hinn mikli leyndardómur. Hann kom til að gefa sitt líf fyrir mig og þig.

 

Kenningin um að kirkjan hafi tekið við hlutverki Ísraels stenst ekki heldur. En því miður hafa sumir kristnir réttlætt mikið Gyðingahatur út frá þessari kenningu. Gyðingar eru og verða eignarlýður Guðs og Guð hefur aldrei breytt því.

 

Sáttmálinn sem hann gerði við þá er eilífur: "Svo sannarlega sem þessi fasta skipan (sólarinnar og stjarnanna) mun aldrei breytast fyrir mér - segir Drottinn - svo sannarlega munu Ísraels niðjar ekki hætta að vera þjóð fyrir mér alla daga" (Jer.31.36).

 

Það væri hægt að skrifa mikið meira um staðgengilskenningarnar, en ég held að þessi skrif hafi komið mörgum til að hugsa og mest af öllu að nema og rannsaka Ritningarnar (GT+NT). Stagengilsguðfræðin og afleiðingar hennar eru ógnvekjandi. Ef Guð hefur snúist hugur gangvart loforðum sínum við Ísrael, hvernig getum við verið viss um að honum hafi ekki eins snúist hugur gagnvart loforðum sínum við okkur?

 

Lof sé Guði, Hann er hinn sami í gær og í dag og að eilífu. Guð breytist aldrei. Gjafir hans og köllun er óumbreytanleg, (Rómverjabréfið 11:29). Þessi guðfræði hefur verið svo öfugsnúin og röng og leitt af sér miklar þjáningar fyrir svo marga, að það er kominn tími til að kirkjan fari að játa syndir sínar og syndir forfeðra sinna. Það er kominn tími til að gera upp allt gyðingahatur, í hvaða formi sem það er og henda út þessari óbiblíulegu hugsun, óbiblíulegu guðfræði og erfikenningum manna á þessu sviði.

 

Eftirfarandi kafli úr Jeremía 33:25-26, ætti að sína með fullnægjandi hætti, að staðgengilsguðfræðin er staðleysa, en ekki staðreynd.

 

"Svo segir Drottinn: Ég, sem hefi gjört sáttmála við dag og nótt og sett himni og jörð föst lög, skyldi ég hafna niðjum Jakobs og Davíðs, þjóns míns? Skyldi ég leiða hjá mér að velja af niðjum hans drottnara yfir ætt Abrahams, Ísaks og Jakobs? Nei, ég mun snúa við högum þeirra og miskunna þeim."

 

Við búum ennþá við dag og nótt og föst lögmál um himinn og jörð eru enn við lýði. Þar af leiðandi hefur Guð alls ekki skipt um sáttmálaþjóð, heldur endurreisir Hann nú Ísrael og heldur með því hinn eilífa sáttmála við Abraham, Ísak og Jakob.

 

Ég þakka ykkur kristnu vinir, sem gefið hafa sér tíma til að lesa þessi löngu skrif. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir sammála. Þannig erum við nú, þrátt fyrir að við séum bræður og systur í trúnni á Frelsara okkar. Látum það festa rætur í huga og trú okkar.

 

Þegar hin lífseiga tilvera Ísraels er skoðuð, getum við glaðst. Guð er enn trúfastur við sáttmálaþjóð sína Ísrael. Hann mun einnig vera trúfastur okkur sem græddir eru við Ísrael, fyrir trú okkar á Messías Ísraels, Yeshua =Jesús.

PS.

Ég hef notfært mér efni úr bókinni Ísrael, gyðingar þjóð framtíðarinnar eftir Ulf Ekman. Einnig efni úr ritinu, Sannleikur eða.... eftir pastor Wayne Hilsten sem ég gaf út árið 2004.

 

SHALOM
olijoe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ólafur.

Þetta er áhugaverð pæling hjá þér og ég mun væntanlega fá að pota í nokkra punkta hjá þér seinna, þegar ég hef meiri tíma. En þetta finnst mér ekki ásættanleg fullyrðing:

"Á 16. öld, fór Marteinn Lúter og aðrir mótmælendur að efast um gildi þess að nota myndlíkingu til túlkunar. Rök þeirra voru þau, að almenna reglan við túlkun Ritninganna ætti að vera bókstafleg, nema í sérstökum tilfellum. Bókstafleg túlkun á kafla úr Ritningunum gerir þá kröfu m.a. að við skoðum sögulega atburði og spádóma sem bókstaflega, þótt þeir séu stundum settir fram á skáldlegu og myndrænu máli."

Hér tel ég að sé farið með rangt mál og mæli með því að þetta verði tekið út úr þessari annars ágætu grein.

Ef þú kýst að gera svo, er þér velkomið að eyða þessari athugasemd.

Bestu Kveðjur.

Jakob (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Linda

Sæl Ólafur, frábær grein og góð lesning.  Vildi líka benda á Rómverja bréf 11 kapítula ef ég man rétt, þar er þessi afstaða til Gyðinga mjög skýr.  Einn trúbróðir skrifaði að Kristnir væri haldnir Ísraels dýrkun, þetta er alls ekki rétt álíktum, tel ég í flestum tilfellum.  Hinsvegar eru margir Kristnir Zionistar og trúa því að við eigum að biðja Jerúsalem/Ísrael friðar, þetta þurfum við að gera með ennþá meiri krafti þegar Ísraels ríki misnotar vald sitt á þessu svæði, við gleym því heldur ekki að þetta eru venjulegir menn, en Guð svíkur engan eins og þú bentir réttilega á, núna erum við í uppfyllingu tímans og það styttist í að Gyðingar munu hætta að útiloka spádómana um Messías í Gt, augu þeirra munu opnast, eins og augu þeirra 15 þúsunda Messíanic gyðinga í Ísrael.

Göngum á Guðsvegum og munum hann svíkur engan.

kv. Linda.

Linda, 17.9.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll og blessaður Jakob!

Þakka þér fyrir komuna. Aftur ert þú fyrstur til að gera athugasemd við grein frá mér.  Svar þitt við grein minni Ísrael í dag kom 4 mínútum eftri að hún kom á bloggið. Nú eru 44 mínútur eftir að ég setti þessa grein og þú, þegar búin að lesa og svara.

Ég dái athygli þína og áhuga og vona að fleiri muni fylgja í þín fótspor.

(það tók mig um tvær vikur að koma greininni saman og þurfi ég að stytta hana mikið, því efnið er nóg í langa grein) !!!

Varðandi athugasemd þína, að ég hafi farið með rangt mál varðandi túlkun Marteins Lúters og annarra mótmælenda á bókstafslegri túlkun Ritninganna, þá er ég fús til að fjarlægja þetta innskot, ef þú vinsamlega bendir mér á, hvað sé rangt þar.  Ég hef notið mikinn tíma til að lesa um skoðanir hinna ýmsu krikjuleiðtoga frá þessum tíma. Bókin "Jews and there lies" rituð af M. Lúter 1548, hafði mikil áhrif á skoðun mína.

Ég þakka þér aftur fyrir heimsókn þína og hlakka til að heyra frá þér. 

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 17.9.2008 kl. 14:41

4 identicon

Sæll Ólafur.

Ha ha, já þetta hittir svona á. Það er eitthvað við töluna 4 sem laðar mig að.

Fyrra skiptið var nú ekki meira en örsnögg innlitskvittun áður en ég náði að lesa greinina ýtarlega sem ég gerði svo seinna þann sama dag. Hér erum við aftur á móti komnir út í aðra sálma.

Ég mæli með því að þú takir ekki "The Jews and their lies" sem undirstöðu að afstöðu Lúthers né mótmælenda til Gyðinga. Bókin er rituð rétt fyrir dauða M. L. og endurspeglar í raun bæði það andlega ástand sem hann var komin í skömmu fyrir dauða sinn sem og múgæsing samfélagsins á þessum tíma.

Ég hef lesið bókina og hún er ekki falleg. Enda hefur hún ekkert kennivald innan mótmælendakirkjunnar, né er hún auðfengin. Ég þurfti sjálfur að fara miklar krókaleiðir til að ná í eintak hérna fyrir 2 árum eða svo.

Mér finnst engu að síður Lúterskur Biblíuskilningur, eins og hann er framsettur hér, vera hálf villandi. Ég skal reyna að koma ýtarlegra inn á það seinna.

Þó er ég með engu móti að gera lítið úr tímanum eða vinnunni sem að fór í þessa athyglisverðu grein!

Bestu Kveðjur.

Jakob (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob: Ég mæli með því að þú takir ekki "The Jews and their lies" sem undirstöðu að afstöðu Lúthers né mótmælenda til Gyðinga. Bókin er rituð rétt fyrir dauða M. L. og endurspeglar í raun bæði það andlega ástand sem hann var komin í skömmu fyrir dauða sinn sem og múgæsing samfélagsins á þessum tíma.

Hann var sem sagt elliær eða bara klikkaður þegar hann skrifaði þetta rit, sem var hvort sem er bara "múgæsingu samfélagsins" á þessum tíma að kenna? Hvers vegna er svona erfitt að sætta sig við það að Lúther hataði gyðinga og hefði sennilega starfað í útrýmingabúðum ef hann hefði fæðst á fyrri hluta síðustu aldar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.9.2008 kl. 21:54

6 identicon

Ég hef aldrei áður heyrt þessa afsökun á gyðingahatri Lúthers, geturðu vísað í einhverjar góðar heimildir um þetta?

Það sem ég hef alltaf heyrt er að Lúther hafi fyrst talið að gyðingar væru vænlegir til trúskipta en hafi skipt um skoðun þegar það gekk ekkert hjá honum. Mig minnir að hann hafi tekið sérstaklega nærri sér þegar þeir hæddust að hebreskuþekkingu hans. Umskiptin eru almennt talin hafa átt sér stað um árið 1536.

En Lúther var svo sem ekki mikið að lofa gyðinga á fyrrihluta ferils síns. Í Um góðu verkin talar hann um þá í sömu mund og þorparar, morðingja og skynlausar skepnur.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:04

7 Smámynd: Birgirsm

Sæll Ólafur

 Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en Ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki.  Jes 1:3  Skemmtilega orðað og á svo sannarlega við Gyðinga nútímans og taktu eftir orðalaginu þarna, "mitt fólk"

  Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.
  Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,
  og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.
  Matt 28:18-20. Hafa Gyðingar staðið sig í stykkinu varðandi þessa beiðni Krists ?

En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
  Þér sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðnir Guðs lýður. Þér, sem ekki nutuð miskunnar, hafið nú miskunn hlotið.
1Pét 2:9-10   Þessum orðum er beint til fyrrverandi heiðingja,  er það ekki umhugsunarvert ?

  Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla, sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna
  og mælti við þá: Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli.
Matt 21:12-13,,, þarna nefnir Kristur "Hús mitt"

  Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.
  Hús yðar verður í eyði látið.
Matt 23:37-38,,,þarna nefnir Kristur "Hús yðar" 

Hvaða hugsun læðist að manni við orðalag Krists í síðustu tveim tilvitnunum þ,e "Hús mitt" annarsvegar og síðan "Hús yðar" hinsvegar ?

Kveðja
 

Birgirsm, 18.9.2008 kl. 22:02

8 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Linda mín! Sæl og blessuð. Þakka þér fyrir þín fallegu orð og góðar óskir.

Já það er rétt hjá þér að mjög skírt er ritað í 11 kafla Rómverjabréfsins um málefni Gyðinga. Þú minnist á að einn trúbróðir hafi minnst á Ísraels-dýrkun.

Því miður finnast slíkir á meðal okkar, eins og greinin fjallar um. Þetta er ekkert nýtt. En við látum Guð dæma. það sem okkar er að biðja fyrir slíkum og ég þekki fleiri sem hafa snúist frá gyðingahatri og byrjað að blessa Ísrael. Allt hefur gengið þeim í haginn síðan..

Þú nefnir 15000 Gyðinga sem tekið hafa á móti Messías, sem frelsara.  Ég er nýkominn frá Ísrael og get sagt þér að þessi tala er ekki alveg rétt. það eru minnst helmingi  fleiri gyðingar sem tekið hafa trú á Yeshua. Þeir eru ekki skráðir í safnaðar né kirkjubækur. Það eru fleir ástæður fyrir því.

En milli 15 og 20 þúsund eru þeir sem eru skráðir í viðurkennd trúfélög.

Þakka þér fyrir að þú biður Jerúsalem friðar. Við þurfum að biðja mikið fyrir Ísrael þessa dagana. Biðjum um komu Frelsaranns, svo augu hinna mörgu megi opnast (ekki bara gyðinga, heldur einnig þeirra mörgu sem bera kristið nafn, en eiga ekki lífið). Það er vilji Guðs.

Shalom kveðja
olijoe 

Ólafur Jóhannsson, 18.9.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Jakob! Þakka afturkomu þína. Grein mín um Staðgengilsguðfræðina er ekki beint gegn Lútersku kirkjunni. Í Lútersku kirkjunni eru margir sem blessa Ísrael og trúa á trúfesti og fyrirheit Guðs í Ritningunni.

Því miður eru til kennimenn þar og í öðrum söfnuðum sem eru haldnir þeirri villu að Guð hafi afneitað sinni þjóð og hefur trú þeira og skoðanir haft ólýsanlegar afleiðingar í kirkjusögunni. Biðjum fyrir þeim.

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 18.9.2008 kl. 23:59

10 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hjalti Rúnar og Óli Gneisti.

Ég sendi ykkur báðum sameiginlega kveðju með þakklæti fyrir heimsókn ykkar á bloggið mitt. Ég þakka ábendingar ykkar og er þeim sammála.

Að öðru leiti óska ég ykkur alls þess besta og bið þann Guð sem ég trúi á að blessa ykkur og fjölskyldu.

Friðarkveðja.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 19.9.2008 kl. 00:06

11 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Birgir!

Ég átti von á heimsókn frá þér. Hlakkaði reyndar að heyra álit þitt á greininni um Staðgengilsguðfræðina, sem þú hefur saknað. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með skrif þín.

Ég hugsaði hvort ég ætti nokkuð að svara þér, þar sem slíkt væri aðeins til að vekja upp deilur. Þegar ég byrjaði með að "blogga" ákvað ég að það yrði ekki grundvöllur til að vekja ósætti. Og alls ekki meðal trúsystkina. það yrði aðeins gleðiefni fyrir hina vantrúuðu. Heimurnn á ekki að líta á okkur, sem í stríði séum.

Að sjálfsögðu eru athugsemdir velkomnar og málefnalegar spurningar, sem ég - ef ég get - svarað.

Ég ákvað þó að svara nokku af þeim athugasemdum sem mér virðist vera um leið spurningar.

Birgir:Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en Ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki.  Jes 1:3  Skemmtilega orðað og á svo sannarlega við Gyðinga nútímans og taktu eftir orðalaginu þarna, "mitt fólk"

Já, ég tók eftir orðalginu "mitt fólk" sem þú réttilega berð saman við Gyðinga nútímans...."mitt fólk". Gæti þetta ekki einnig átt við okkur sem "hans fólk"?

Birgir: Þú vitnar í trúboðshvatningu Drottins í Matt.28;18-20

Hafa Gyðingar staðið sig í stykkinu varðandi þessa beiðni Krists ?

Ég átti í erfiðleikum, að trúa því að þú hafið spurt, slíkri spurningu.
Hafa þeir G.staðið sig í stykkinu !!!!!!!!!

Svar: Já og aftur Já. Það voru aðeins Gyðingar sem Jesús talaði til, og það voru aðeins Gyðingar í hinum fyrstu samfélögum. það voru Gyðingar sem fóru út um "allan" heim með gleðiboðskapinn. Frá þeim höfum við fengið fagnaðarerindið (í upphafi). Hvernig dettur þér í hug að spyrja á slíkan neikvæðan hátt, varðandi hina fyrstu trúboða meðal Gyðinga? Hjálpræðið kemur frá Gyðingum,sagði Jesú. 

Spurning: Hvernig höfum  við, þú og ég, staðið okkur í stykkinu???

Höfum við sem Kirkja, sem einstaklingar sýnt Gyðingum kærleika, svo að þeir geti séð Jesú í lífi okkar? Hvað segir kirkjusagan? 

Birgir: Já, við erum einnig Guðs lýður af náð, fyrir trú. Lestu 2 kafla í Efesusbréfi og 3 kafla 6. Heiðingjanir (við) eru í Kristi Jesú fyrir Fagnaðarerindið orðinir erfingjar með oss (gyðingum) einn líkami með oss, og eiga hlut í sama fyrirheiti og vér.

Birgir: Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli. Matt 21:12-13,,, þarna nefnir Kristur "Hús mitt"
 Hús yðar verður í eyði látið.Matt 23:37-38,,,þarna nefnir Kristur "Hús yðar" Hvaða hugsun læðist að manni við orðalag Krists í síðustu tveim tilvitnunum þ,e "Hús mitt" annarsvegar og síðan "Hús yðar" hinsvegar ?

Ég veit ekki hvaða hugsun hefur læðst að þér. Þetta er nú svo auðskilið.
Í fyrra tilfellinu vitnar Jesú í Ritningarnar og það hús sem hann meinar er auðvitað Musterið í Jerúsalem ( Þar sem sáttmálörkin var geymd. Það var Hús Drottins. "Hús mitt". Í seinna orðalagi er Hús yðar í fleirtölu, þar sem eyðileggingin átti sér stað...

Ég læt hér staðar numið, en endurtek vonbrigði mín vegna þessa bréfs frá þér. Ég finn greinilega and-gyðinglegan "anda" í skrifum þínum.

Slík skrif gefa enga blessun, né sannfæringu.  Þú ert greinilega sannfærður um þína skoðun og ég er sannarlega sannfærður um mína skoðun og trú.

Þessvegan finnst mér að við ættum ekki að halda slíkum deilum áfram. það gerir engum gott. Enda er slíkt ekki Guði þókknalegt.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, blessa þig og þína alla daga í nafni Yeshua=Jesú.

Shalom kveðja frá Zíon.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 19.9.2008 kl. 02:08

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ólafur. Þegar ég las þessa grein þína sá ég að þú vísaðir á nokkra spádóma:

 Í Jesaja 7:14 var því spáð, að Messías yrði fæddur af yngismey. Í Míka 5:1 er því lýst yfir að Hann muni fæðast í Betlehem. Í sálmi 22 er því lýst nákvæmlega hvernig Messías muni líða þjáningar. Í Jesaja 53, segir spámaðurinn frá þjáningum Hans og dauða, greftrun hans í gröf ríks manns og upprisu.

 Hefðir þú áhuga á því að ræða eitthvað um þessa spádóma? Ef þú hefur áhuga, þá fjalla ég m.a. um tvo fyrstu spádómana sem þú vísar í þessari grein.

Sálmur 22 og Jesaja 53 eru síðan ekki spádómar. Þjónninn í Jesaja 53 er Ísraelsþjóð (þjónninn er kallaður það annars staðar í Jesaja) og sálmur 22 er svokallaður "lamentation" sálmur, ekki spádómur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.9.2008 kl. 02:47

13 identicon

Sæll Ólafur minn.

Ég vil þakka þér fyrir að birta þennan pistil. Ég hafði oft heyrt um þessa kenningu en ekki skilið alveg. Nú er ég miklu fróðari og get þakkað þér það.

Mér finnst best að TRÚA því sem Guð sagði og láta mannasetningar til hliðar.

Haltu áfram að upplýsa okkur, sem TRÚUM á Guð, hinn eina og sanna.

Þórarinn Þ. Gíslason.

Shalom.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 02:39

14 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll herra Ólafur. Ég vill þakka þer fyrir þessa frábætu gtein og skrif þín um Ísrael. Ég horfi leka oft á þættina þiga á Ómega þegar ég get.  Þessur þættir eru svo fræðandi og uppörvanir allt um Ísrael. Ég vill enn og aftur þalla þár fyriri þatta.

Megi Guð friðarin blessi þig  og fjölskyldu þína í Jesún nafi. Amen.

Shalom.

Þormar Helgi Ingimarsson, 20.9.2008 kl. 10:21

15 Smámynd: Birgirsm

Þegar mönnum finnst sér eða kenningum sínum ógnað á einhvern hátt, þá grípa menn gjarnan til þess vopns, að kalla þann sem á móti situr og friðsamlegar ábendingar hans "hatursmann með hatursskrif".

Þar sem þú ert með opna bloggsíðu og með opið fyrir athugasemdir, finnst mér óréttlátt hjá þér að bregðast við eins og þú gerir gagnvart mínum athugasemdum sem þó eru flestar sóttar í Biblíuna. Ég hef ekki sýnt neinn dónaskap eða yfirgang, einungis sýnt vers, og spurt spurninga sem geta verið erfið viðureignar fyrir fólk sem heldur því fram að "ÍSRAEL SÉ ÚTVALIN ÞJÓÐ GUÐS" enn þann dag í dag.

Orðin hártoganir og deilur hef ég oftar en ekki heyrt frá þér og þínu fólki. Skoðanaskipti og rökræður þurfa ekki að enda í leiðindum. 

Þú segir mig hafa and-gyðinglegan "anda" og verð að sætta mig við það að sitja undir því, fyrir það eitt að láta ekki mata mig á kenningum sem að mínu mati stangast alvarlega á við kenningar Biblíunnar.

  

Birgirsm, 20.9.2008 kl. 10:53

16 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hjalti Rúnar! Ég þakka innlegg þitt og virði áhuga þinn á útleggingum Ritninganna. varðandi spurningu þína, þá hef ég ekki áhuga, að ræða um þá spádóma sem þú nefnir spádóma. Ég hef lesið það sem þú fjallarum þessa spádóm, ásamt fleiru á vefsíðu þinni. Margt mjög athyglivert, en ekkert sem ég hef ekki séð og lesið, annarstaðar, með öðrum útskýringum. Ég hef lítinn tíma, er að aðstoða ungt fólk sem er að fara til ísrael og halda uppá Laufskálahátíðina í Jerúsalem í næsta mánuði. Einnig taka þættirnir á Omega tíma minn og ekki má ég gleyma vefsíðu okkar www.zion.is . Þakka samt fyrir boð þitt.

Hver veit nema, að seinna geri ég þátt um umrætt efni!

Friðar kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 20.9.2008 kl. 15:04

17 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þórarinn minn. Guð blessi þig og styrki í þinni baráttu.

Ég þakka fyrir falleg skrif þín og gleði mín, að skilningur þinn hafi aukist við lestur á umræddri grein.

Jesú Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. 

P.s. Ég vona að þú komist á Hátíðarsamkomu okkar, Ísraels-vina, 25 Október n.k.

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 20.9.2008 kl. 15:17

18 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þormar Helgi. Þakka komu þína og þín fallegu orð og óskir.

Guð blessi þig og varðveiti alla daga.

Ég sendi þér fréttir bráðlega.

Shalom kveðja frá Zíon.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 20.9.2008 kl. 15:21

19 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Birgir! Ertu í stríði? Ef svo er, við hvern?

Ég var nú ákveðin í því, að hætta að svara þér. Þú hefur ekki minnst einu orði á greinina, sem þessi síða fjallar um.

Ég hef grun um að þú hafir ekki lesið hana.

Ég svaraði þér mjög nákvæmlega, varðandi síðustu athugasemdir þína. Þú minnist heldur ekkert á svör mín. Hef grun um að þú hafir heldur ekki lesið svör mín. Vegna þessa "stríðs-baráttu-anda" í síðustu kveðju þinni, ber mér að leiðrétta nokkra fullyrðingar þínar...

Ég hef EKKI fundið fyrir neinni ógnun. Það er rangt, ef þú heldur það.

Ég hef aldrei kallað þig hatursmann, né þínar "friðsamlegu ábendingar" hatursskrif.   Einnig það er ósatt hjá þér.

Spurningar þínar hafa aldrei verið mér erfiðar og trú mín á fyrirheit og loforð Guðs til sinna útvöldu þjóðar, eru jafn sterk í dag, sem í gær. Ég var að lesa Jeremía 31.36 og ALLAN 11.kafla Rómverjabréfsins. 

Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í þessi skrif til þín, (hef nóg annað að gera)  Eins og ég skrifaði í síðustu athugasemd..... segi ég aftur....

Ég læt hér staðar numið, en endurtek vonbrigði mín vegna þessa bréfs frá þér. Ég finn greinilega and-gyðinglegan "anda" í skrifum þínum. Slík skrif gefa enga blessun, né sannfæringu.  Þú ert greinilega sannfærður um þína skoðun og ég er sannarlega sannfærður um mína skoðun og trú.Þessvegan finnst mér að við ættum ekki að halda slíkum deilum áfram. það gerir engum gott. Enda er slíkt ekki Guði þókknalegt.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, blessa þig og þína alla daga í nafni Yeshua=Jesú.

Shabbat-Shalom kveðja frá Zíon.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 20.9.2008 kl. 16:08

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mikið er ég seinn að fatta. Auðvitað ertu Ólafur á Ómega  Þakka þér annars fyrir þættina þína á Ómega, mér finnst þeir og þættirnir hans Friðriks Schrams standa upp úr á Ómega. En ég skil vel að þú hafir ekki tíma til þess að ræða um þessa spádóma við mig.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.9.2008 kl. 22:58

21 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hjalti Rúnar!

Já, maður getur ekki lengur falið sig.

Þakka þér góðu orðin.

Kv.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 22.9.2008 kl. 14:09

22 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Erlingur! Þakka þér fyrir heimsóknina og broslegar ábendingar. Já árin1844 + 1914 + fleiri ártöl hafa margir spámenn og spákonur, sannfært okkur, að Biblían fer með rétt mál.

Falsspámenn og falskennendur munu koma fram. Margir hafa komið og margir eru á meðal okkar.

Augu okkar og athygli verða að vera vakandi og á verði. Fjöldi nýrra strauma eru í umhverfi okkar í dag. Við skulum því biðja til Jahve að Hann láti sinn Heiaga anda leiða okkur í allan sannleika...

Erlingur! Það eru tvö atriði sem mig langar að nefna. Þú spyrð hvort mér finnist það ekkert mál að Jesús hafi verið krossfestur að undirlagi Gyðinga?

Já, fræðimenn og farisear kröfðust þess að Jesús skyldi krossfestur, þó voru þúsundir Gyðinga sem fylgdu Jesú, en gáti ekkert gert.

Ástæðan var, að það var ráðsályktun Guðs að Jesús skyldi gefa líf sitt, sem fórn fyrir syndir okkar. Hann, Jesús, gekk sjálfviljugur í dauðann fyrir mig og þig. hann var Guðs lambið sem tók á sig hegningu okkar. Fyrir dauða hans erum við frjáls.

Hið annað var í orðum þinum um hina Rómversku hermenn, sem nelgdu Jesú á krossinn. Þeir voru nú ekki Rómversk kaþólskir.

Margt hefur nú kaþólsku kirkjunni verið kennt um og margt með réttu, en í þessu tilfelli eru nú Kaþólikarnir saklausir!

Annars þakka ég þér aftur fyrri komuna og alltaf velkominn aftur. (afsakaðu stafavillur)

Shalom kveðja frá Zíon
olijoe 

Ólafur Jóhannsson, 22.9.2008 kl. 15:14

23 Smámynd: Gunnar Pétursson

Sæll

Var að muna eftir því að þú sagðist á bloggi snorra í betel vilja spyrja mig nokkurra spurninga þegar ég kæmi heim. Heim er ég kominn fyrir löngu og er opinn fyrir spurningum hafirðu ennþá áhugann

hafðu samband við mig sé áhuginn enn fyrir hendi

Gunnar Pétursson, 29.9.2008 kl. 13:59

24 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Gunnar. Þakka heimsókn þina. Velkominn heim frá Landinu helga. Það er ekki ótrúlegt að ég hafi nokkrar spurningar til þín. Ég vil nú síður nota þessa síðu, varðandi Staðgengilsguðfræðina til þess að spyrja þig um för þína til Ísrael/Palestína.

Þú hefur möguleika til að senda mér tölvupóst, sem þú sérð á vefsíðu okkar www.zion.is í...um félagið.

Með Shalom kveðju frá Zíon
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 30.9.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband