Ísrael í framtíð

 

Ísrael í framtíð.

 

Þetta er þriðji og síðasti hluti greinar minnar um Ísrael.

 

1. Ísrael í fortíð, eða fyrirheitið um Ísrael.

2. Ísrael í nútíð, eða Ísrael í dag.

3. Ísrael í framtíð.

 

Eins og lesendur skilja þá er þette mikið efni. Margar bækur um sögulegar staðreyndir hafa verið skrifaðar um landið og  gyðingaþjóðina, af þekktum sagnfræðingum og þeim sem rannsakað hafa Ritningarnar og sögu Ísraelsku (gyðinga) þjóðarinnar til fjölda ára. Af þeim sökum viðurkenni ég takmarkaða þekkingu mína. Ég hef í hinum tveim fyrri hlutum þurft að stytta efnið, en reynt að halda þræðinum, bæði sögulega og trúarlega. Eðlilega eru ekki allir sammála því sem ég skrifa út frá minni eigin trú og þekkingu. Eins og ég skrifaði í byrjun þá hef ég ekkert á móti því að heyra sjónarmið annarra og skoðanir, en ég vil forðast að lenda í deilum vegna ólíkra trúarskoðana.

 

Ég tel mig þekkja nokkuð til ólíkra kenninga hinna ýmsu safnaða (kirkjudeilda) og vil með þessum skrifum leggja áherslu á að ég skrifa ekki þessar greinar í nafni neins safnaðar né kirkjudeildar. Ég mun reyna að stytta greinina eins og hægt er, án þess að missa af markmiðinu.

 

Ísrael í framtíð

 

Hvað er svo markmiðið? Tilgangurinn er að sýna fram á trúfesti Guðs og að fyrirheit hans og loforð bregðast ekki. Við sem ekki erum Gyðingar en erum grædd við hinn eðla stofn Vínviðarins (Róm.11), erum útvalinn Guðs-lýður eingöngu af náð. Við höfum margsinnis brotið reglur og boð Drottins, bæði sem einstaklingar og söfnuður. Þrátt fyrir það er Guð trúfastur og svíkur okkur ekki.

 

Endurkoman-- Guðs ríki á jörð.

Margar kenningar hafa komið fram um endurkomu Jesú og Friðarríkið í kjölfar þess.  Jesús sagði við lærisveina sína fyrir dauða sinn að hann myndi yfirgefa þá , en hann myndi koma aftur og taka þá til sín. Áður en Jesús var upp numinn til himins, spurðu lærisveinar hans: "Herra ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið handa Ísrael?" Hann svaraði: "Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir sem faðirinn setti af sjálfs sín valdi." Stuttu seinna var hann upp numinn að þeim ásjáandi og ský huldi hann sjónum þeirra. Er þeir störðu til himins á eftir honum þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: " Galíleumenn, hví standið þér hér og horfið til himins? Þessi Jesús sem var upp numinn frá yður til himins mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins."

Margar kenningar hafa komið fram, varðandi endurkomu Jesú. Nokkrar kenningar segja að þetta eigi að skilja á andlegan hátt, en ekki bókstaflega. Aðrir hafa spáð fyrir um endurkomuna með því að reikna út tíma og ártöl. Ég ætla ekki að nefna þær fjölmörgum "opinberanir" sem fram hafa komið og ekki reynst réttar. Þó eru til samfélög sem ekki vilja viðurkenna rangtúlkanir sínar, en segja að hann hafi komið, en verið ósýnilegur. Ég mun einnig forðast að minnast á hinar mörgu kenningar um þann sem Biblían kallar Antikrist. Það eru ófáar þær hugmyndir um hver þessi "antikristur" hafi verið eða verði.  Í frumkirkjunni var álitið að Neró væri þessi andkristur Á síðari tímum hafa menn eins og einræðisherrarnir Napóleon, Mussolíni og Hitler fengið þennan vafasama heiður. Jafnvel Kissinger og Karl hinn breski krónprins hafa verið nefndir. Einnig hefur Rómversk kaþólska kirkjan og Páfi ekki farið varhluta af slíkum bollaleggingum.

Biblían talar um Antikrist í eintölu, sem muni koma fram við endi tímanna. Ritningin (NT) segir einnig frá því að þegar eru margir antikristar á meðal yðar. Þar er einnig gefið til kynna að "andi" antikrists sé á meðal okkar.  Ég mun einnig sleppa öllum hugmyndum og kenningum um það, hvort tímabil þrenginganna sé á undan endurkomunni eða á eftir. Eða hvort endurkoma Jesú sé mitt í þrengingunni, eða eftir 3 1/2 ár eða 7 ára tímabil. Menn hafa óteljandi skoðanir og hugmyndir í þeim málum. Mig sjálfan vantar skoðun á því. En til þess að halda mér við efnið, verð ég að minnast á aðdraganda endurkomu Jesú og stofnun Friðarríkis á jörðu.

Við skulum rifja upp 3 sáttmála.

Sáttmáli Abrahams: Í fyrsta hluta þessara greina skrifaði ég um þennan sáttmála og vil ég sem minnst endurtaka það. En til þess að hafa þetta nú í samhengi þá var sá sáttmáli ævinlegur.

"Og ég geri sáttmála milli mín og þín og þinna niðja eftir þig , frá einum ættlið til annars ævinlegan sáttmála: að vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig. Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kaananland til ævinlegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra." 1.Mós. 17.7-8.

Sáttmálinn á Sínaífjalli, var annar sáttmálinn: Guð gaf Ísraelsþjóðinni þennan sáttmála. Hann gaf þeim boðorðin 10 ásamt lögum og reglum um fórnir og siði. Einnig um þjónustu prestanna. Því hefur stundum verið haldið fram að Sínaí-sáttmálinn sé í andstöðu við nýja-sáttmálann, (þar sé að finna hefnd og fyrirgefningaleysi). Þetta er alrangt. Náð Guðs og fyrirgefning kom mjög skýrt fram í sáttmálanum á Sínaí. Guð boðaði friðþægingu með ýtarlegum fyrirmælum um fórnir, þar sem blóði dýra var fórnað fyrir syndir lýðsins og mikil áhersla lögð á afturhvarf frá því sem rangt var. Kjarni boðorðanna var að elska Guð af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig. En því fylgdi refsing, að brjóta lög og boðorð Drottins.

 Nýi sáttmálinn, var sá þriðji:

Á Golgatahæð rétt fyrir utan múra Jerúsalem, átti sáttargjörðin sér stað. Réttlætinu var fullnægt í eitt skipti fyrir öll með friðþægjandi dauða einkasonar Guðs, sem var syndlaus. Þar með rættist spádómur Jesaja: " Vér fórum allir villir vegar sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum."

Dauði Jesú á krossinum staðfesti sáttmála Abrahams, þannig að fyrirheitið varð að raunveruleika í lífi okkar. Spádómur hjá Jeremía spámanni segir fyrir um þennan nýja sáttmála. "Sjá þeir dagar munu koma - segir Drottinn - að ég mun gjöra nýjan sáttmála við Ísraels hús og Júda hús, ekki eins og þann sáttmála er ég gjörði við feður þeirra, þá er ég tók í hönd  þeirra til þess að leiða þá út af Egyptalandi, sáttmálann sem þeir hafa rofið, þótt ég væri herra þeirra - Segir Drottinn.

En í þessu skal sáttmálinn fólgin vera, sá er ég gjöri við Ísraels hús eftir þetta - segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það í hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð. Og þeir skulu ekki framar kenna hver öðrum, né einn bróðirinn öðrum og segja: "Lærið að þekkja Drottinn," því að þeir munu allir þekkja mig, bæði smáir og stórir - segir Drottinn.

Því ég mun fyrirgefa misgjörð þeirra og ekki framar minnast syndar þeirra."

Eins og við lesum í Galatabréfinu 3:13-14: "Dauði Krists á krossinum færði oss blessun Abrahams" og ef við lesum síðasta versið í þessum kafla v. 29 "En ef þér tilheyrið Kristi, þá eruð þér niðjar Abrahams, erfingjar eftir fyrirheitinu."

Við erum í blessun Abrahams. Við erum hluti sáttmálans. Lofaður sé Drottinn Guð Ísraels, því hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn.

Ég held mikið upp á 105. sálm Davíðs. Sálmaskáldið gleðst yfir sáttmála Abrahams. Þessi sálmur er ortur löngu eftir lögmáls-sáttmálann á Sínaí. Sáttmáli Abrahams er enn í gildi. Takið eftir gleðinni í þessum. sálmi.

"Hann er Drottinn, vor Guð, um víða veröld ganga dómar hans.
Hann minnist að eilífu sáttmála síns, orð þess, er hann hefir gefið þúsundum . kynslóða,
sáttmálans, er hann gjörði við Abraham.og eiðs síns við Ísak.Þess er hann setti sem lög fyrir Jakob, eilífan sáttmála fyrir Ísrael, þá er hann mælti: Þér mun ég gefa Kaananland sem erfðahlut yðar."

Ég nefndi þennan þriðja þátt um Ísrael, Ísrael í framtíð. Í því fellst endurkoma Jesú, sem flestir kristnir trúa að sé bókstafleg og svo friðarríkið, eða ríki Davíðs. Á okkar tíma hefur nýtt Ísraelsríki orðið til. Ég trúi að það sé hluti af uppfyllingu fyrirheita Drottins.

Í Rómverjabréfinu 9. kafla segir um Ísraelsmenn: "Þeir fengu sonarréttinn, dýrðina, sáttmálana, löggjöfina, helgihaldið og fyrirheitin." Ég þarf ekki að minna á þær ógnir og hættu sem þessi þjóð fyrirheitanna þarf að líða og hefur þurft frá fyrsta degi þegar Ísraelsríki var stofnað 14. maí 1948. Ritningarnar segja einnig frá miklum hildarleik sem á eftir að verða. Þjóðirnar eiga eftir að snúast gegn Jerúsalem. Ekki er ótrúlegt að til stríðs muni koma. Margir þeir sem lesa Ritningarnar trúa að slíkir atburðir geti gerst, jafnvel fljótlega, eftir skilningi þeirra á spádómum Biblíunnar. Þeir vitna oft í bók Sakaría, sérstaklega í kafla 12 og 14.

Ég trúi því sem englarnir sögðu eftir himnaför Jesú. "Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins".

Jesús fór til himins frá Olíufjallinu í Jerúsalem og þegar hann kemur aftur munu fætur hans stíga aftur á Olíufjallið. Þarna mun rætast spádómur Ritninganna um hið komandi ríki Davíðs. Jesús er þessi "sonur Davíðs." Hann segir sjálfur í Opinberunarbók Jóhannesar 22.16. "Ég Jesús, hef sent engil minn til að votta fyrir yður þessa hluti í söfnuðunum. Ég er rótarkvistur af kyni Davíðs, stjarnan skínandi morgunstjarnan."

Hann mun ríkja hér í friðarríki á þessari jörð. Konungur konunga. Þá munu þjóðir lifa í friði og margar munu á hverju ári fara upp til Jerúsalem til að halda Laufskálahátíð(sbr. kafla 14).

Það er erfitt að enda þennan þriðja þátt án þess að vitna í nokkra Ritningarstaði, sem segja frá hinum síðustu tímum og hinu komandi friðarríki. Í spádómsbók  Míka segir í kafla 4. "Og það skal verða á síðustu dögum, að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar og þangað munu þjóðirnar streyma.......... því frá Síon mun kenning út ganga og orð Drottins frá Jerúsalem."  Í kafla 7 segir: "Hver er slíkur Guð sem þú, sem fyrirgefur misgjörð þeirra og umber fráhvarf þeirra,- sem eigi heldur fast við reiði sína eilíflega, heldur hefir unun af að vera miskunnsamur?"

Í 3. kafla Sefanía er yfirskrift sem segir: Guð snýr við hag þjóðanna.

"Já, þá mun ég gefa þjóðunum nýjar, hreinar varir, svo að þær ákalli allar nafn Drottins og þjóni honum einhuga................... Sjá, á þeim tíma skal ég eiga erindi við þá, er þig þjáðu. Þá skal ég frelsa hið halta og smala því saman því tvístraða, og ég skal gjöra þá fræga og nafnkunna á allri jörðunni.  Á þeim tíma skal ég leiða yður heim, og það á þeim tíma, er ég smala yður saman. Því ég skal gjöra yður nafnkunna og fræga meðal allra þjóða jarðarinnar, þá er ég sný við högum yðar í augsýn yðar, - segir Drottinn."

Það væri hægt að skrifa enn meira um þetta spennandi efni, en við lok þessara greina, vil ég hvetja lesendur til að kynna sér og lesa Ritningarnar, bæði GT,og NT.

Ég vil þakka þeim sem gáfu sér tíma til að lesa þessa löngu grein. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir á sama máli, en tilgangurinn er að vekja athygli á boðskap Biblíunnar.

Shalom kveðja,             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög Áhugavert

Jakob (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Ólafur.

Eftir að hafa unnið sem leiðsögumaður í Ísrael ætti þér að vera ljóst að umfjöllun um framtíð Ísraels og komu Messíasar, þar sem ekki minnist einu orði á sögu Bahai trúarinnar og tengsl hennar við spádóma bæði GT og NT, getur ekki talist nákvæm né heil. Ég skil ekki af hverju þú lætur þessi mikilvægu atriði fara fram hjá þér.

kv, 

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Jakob. Þakka jákvæða athugasemd. Þú hefur svarað 4 mínútum eftir að ég setti greinina inn. Geri ráð fyrir að þú hafir lesið hinar tvær.

Ég fékk skilaboð frá þér og er búinn að svara.
Shalom kveðja
Ólafur.

Sæll Svanur. Þakka heimsókn þína. Þú varst einnig fljótur til að svara. Já, ég hef í mörg ár verið leiðsögumaður í Ísrael. þar hef ég einnig séð fjöldan af mismunandi trúarbrögðum, vekja athygli á sér. Ef ég hefði skrifað um grein um hinar ólíku kenningar, hefði ég örugglega minnst á Bahai trúna, sem hefur áberandi sess í borginni Haifa, fyrir sitt fallega Musteri og áberandi garð með hinum fallegustu trjám og blómum. 

Svanur. Greinarnar þrjár fjalla ekki um trúarbrögð, heldur um fyrirheit Guðs til Abrahams og til sinnar útvöldu þjóðar. Yeshua=Jesús var sá sem koma átti og sá sem á eftir að koma. Gyðingar vænta komu Messiasar og kristnir vænta endurkomu hans. Bahai trúar segja að hann hafi komið árið 1844. Vottar Jehova segja hann hafi komið 1914. Ekkert friðarríki á jörð hefur verið í kjölfari þessarar kenninga. Fyrir mér er kristindómurinn ekki trúarbrögð, heldur persóna. Gröf hans er tóm! Hann lifir!

Ég veit að þú veist allt þetta og hefur lesið um mína trú og sannfæringu.

Ég óska þér alls þess besta og bið Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa þig og leiða þig í allan SANNLEIKANN, sem er Jesús og var Kristur.

Ég óska ekki eftir trúardeilum á þessu bloggi.

SHALOM kveðja
olijoe 

Ólafur Jóhannsson, 29.8.2008 kl. 16:05

4 identicon

Sæll.

Já ég las hinar tvær. Náði rétt að skima yfir þessa áður en ég þurfti að stökkva út. Las hana ýtarlega áðan

Bestu Kveðjur

Jakob (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Shalom Ólafur, mjög góð færsla hjá þér. Guð blessi þig í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 30.8.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Ólafur.

Mjög góð færsla um fyrirheiti Guðs almáttugs.

"Stíg upp á hátt fjall, þú Zíon fagnaðarboði! Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði! Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: "Sjá, Guð yðar kemur!" Jesaja 40: 9.

"Drottinn blessi þig frá Zíon, hann sem er skapari himins og jarðar." Sálmur 134: 3.

Sahlom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Sæll og blessaður, Ólafur, og miklar þakkir fyrir þínar greinar um Ísrael og fyrirheit Guðs um hina útvöldu þjóð. Já, eins og Ritningin segir. Ísraelsmenn: "Þeir fengu sonarréttinn, dýrðina, sáttmálana, löggjöfina, helgihaldið og fyrirheitin."

Ég er þér mikið sammála, enda byggir þú greinar þínar á Ritningunni, sem segir að við eigum ekki að fara lengra en ritað er, því sérhver ritning sé innblásin af Guði.

Drottinn Jesús blessi þig og þína og gefi þér áframhaldandi visku, kraft og tíma til að vera talsmaður hans, bæði hér og í Ísrael.

Kær kveðja,

Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 31.8.2008 kl. 23:49

8 identicon

Takk fyrir síðast

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:26

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Jakob. Ég þakka þér fyrir áhuga þinn á greininni, og dáist að dugnaði þínum við lesturinn, þó svo að efnið sé nokkuð mikið. Ég reyndi að stytta hana án þess að að missa markmiðið. En markmiðið var og er að vekja sem flesta til að rannsaka Ritningarnar. Í þeim er líf og andleg fæða.

með Shalom kveðju
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 22:02

10 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Shalom Aðalbjörn! Þú ert sannur Zíonisti og Ísraelsvinur. Ég hef lesið greinar þínar á þinni bloggsíðu. Þær segja mér mikið um eldinn sem Guð hefur gefið þér. þakka heimsókn þín og góðar óskir.

Ég þyrfti að hafa samband við þig. Tölvupóstur minn er > olijoe@mi.is < eða hringdu í mig., þegar þú hefur tíma.

Shalom kveðja frá Zíon
 

Ólafur Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 22:09

11 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæl og blessuð Rósa. Þakka þér heimsókn þína og gott álit þitt á greininni.

Drottinn varðveitir varnarlausa, þegar ég var máttvana hjálpaði hann mér.Sálm.116..

Drottinn er styrkur minn og lofsöngur, og hann varð mér til hjálpræðis. Sálm.118.14.

Megi HaShem blessa þig og styrkja.

kveðja frá Zíon. 

Ólafur Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 22:27

12 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Laissez-Faire.

Þakka innlitskvitt þitt. Bið þér og þinum alls þess besta.

Shalom kveðja frá Zíon

Ólafur Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 22:32

13 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll og blessaður Janus! það var mér mikil blessun að fá þig í heimsókn.
ég veit að þessar greinar voru nokkuð langar.

En aðalatriðið er eins og þú segir réttilega, að það sem við segjum og gerum, sé byggt á Orðinu. Það skiptir öllu í líf okkar sem eru talin kristin, að boðskapur okkar sé byggður á orðum og fyrirheitum Ritninganna (GT+NT).

Megi Drottinn Yeshua=Jesú, vera allt í lífi okkar.

Shalom kveðja frá Zíon.

Ólafur Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 22:45

14 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Birna Dís. Já, aftur takk fyrir síðast. þakka heimsóknir þínar og góðar óskir.Ég bið Frelsara okkar að styrkja ykkur hjóniin í því mikla starfi sem Guð hefur gefið ykkur, sem Salvation Riders, í tengslum við Hjálpræðisherinn hér á Íslandi.

Þeir sem treysta Drotni eru sem Síonfjall er eigi bifast, sem stendur að eilífu. Fjöll eru í kringum Jerúsalem, og Drottinn er í kringum lýð sinn, héðan í frá og að eilífu. Sálm.125.2.

Shalom kveðja.

Ólafur Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 23:03

15 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll og blessaður Erlingur. Það var mér mikil gleði að þú skyldir senda mér kveðju, og jákvæðar athugasemdir.

Erlingur! Ég verð að segja þér eins og er að ég þekki margar ólíkar skoðanir, kenningar um hinar tíndu ættkvíslir Ísarels. Fyrir mörgum árum las ég Dagrenningu, tímaritið sem Jónas Guðmundsson gaf út í nokkur ár. það var spennandi að lesa um Píramídana og "spádóma"m.a. sem varðaðai Ísland.

Biblían segir m.a. í Róm.9.6....ekki eru allir þeir Ísraelmenn sem af Ísrael eru komnir. Ekki eru heldur allir börn Abrahams, þótt þeir séu niðjar hans, heldur: "Afkomendur Ísaks munu taldir vera niðjar þínir" M.ö.o. afkomendur Ísaks, ekki Ismaels...

Þegar ég varð þess ví að Jónas Guðmundssson var mikill Gyðingahatari, hætti ég að lesa Dagenningu og fargaði þeim blöðum sem ég hafði samfnað.

Ég er ekki sammála þeim útskýringum sem ég las í þeim tenglum sem þú sendir mér í athugasemd þinni.

Erlingur. Þetta er svo mikið efni og í andstöðu við trú mína og sannfæringu, að ég held ekki að ég vilji eyða meiri tíma til að skrifa um þessar "tíndu" ættkvíslir. Ég vil aftur þakka þér fyrir að gefa þér tíma til að senda  mér þessar athyglisverðu "skoðanir"

Ég er byrjaður á annarri grein sem fjallar um Staðgengilsguðfræðina.

Hlakka til að heyra frá þér aftur (en helst ekki varðandi hinar 10 tíndu ættkvíslir Ísraels) 

Megi HaShem vera með þér og þínum alla daga.

Shalom kveðja frá Zíon.

Ólafur Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 23:41

16 Smámynd: Birgirsm

Erlingur, með siðbótinni og siðbótarmönnunum leit stórkostlegt hugtak dagsins ljós, hugtak sem allir kristnir menn ættu að hafa að leiðarljósi og nefnist  "Sola Scriptura". (Biblían ein).

Birgirsm, 5.9.2008 kl. 20:48

17 identicon

Sæll Ólafur minn.

Loksins gafst mér tími tl að lesa grein þína í rólegheitum,þá þriðju.

Ég vil þakka þér fyrir þessa fræðslu um fyrirheit Guðs.

Shalom.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 03:06

18 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Erlingur. Eins og þú segir þá eru margar kenningar og erfitt að kynna sér þær allar. Þegar ég mjög ungur, þyrsti mig í að vita sem flest. Rannsakaði allt sem ég náði í, t.d fræði dr.Helga Péturs, spíritisma, kennigar dr. Rutherford (Dagrenning) Votta Jehova, Mormonatrú og fjöldan af öllum þeim kenningar-frumskógi í hinni svokallaðri kristinu kirkju.

Svo kom sá tími að ég hætti þessari leit og tók fra Ritningarnar (bibliuna). Við lestur og bæn, komst ég að því að þar var Sannleikann að finna. Í barnslegri trú, sá ég að Elohim, Almáttugur Guð hafði svarið. Hann var þetta ljós, sem samkvæmt fyrirheiti opinberaðist í syni sínum Jeshua/Jesús, fæddur af ættkvísl Júda=Júði=Gyðingur. Jesús sagði sjálfur...hjálpræðið kemur frá Gyðingum.Jóh.4.22. Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður frá himni frá Guði.  Og þjóðirnar munu ganga í ljósi hennar. (nokkur vers úr Opinberunarbók Jóhannesar 21.kafla. Ég mæli með því að lesandinn lesi allan kaflann).

Dýrð Guðs rennur upp yfir hina helgu borg.

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér.
... Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér........Drottinn skal vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull (Mæli með að lesandinn lesi allan kafla 60 hjá Jesaja).

Erlingur! Þetta er svo mikið og áhugavert efni að ég gæti haldið áfram, með fleiri síður, en ég hef sterkan grun um að þú skiljir hvað ég er að fara.

Ég trúi ekki á nýja Jerúsalem í Hvalfirði. Ég trúi ekki að Ísland sé ljós heimsins. 

(Ég trúi aftur að boðskapurinn um ljósið geti borist út um alla jörð, sbr. Gospel Channel=Sjónvarpstöðin Omega. Kristnar útvarpsstöðvar sbr. Lindin og Boðunarkirkjan og trúboðar sendir frá Íslandi).

Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn, Jóh.1.9

Jesús agði: " Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins"Jóh.8.12.

Ég verð nú að hætta, þó svo að margt væri hægt að nefna. Ég þakka þér Erlingur fyrir að vekja ahygli á þessu efni. Með því gafst þú mér einnig tækifæri til að segja þeim sem lesa þetta og eru leitandi, frá hinu eina og sanna ljósi, sem upplýsir hvern þann mann sem vill taka á móti því.

Megi ljós Hans lýsa okkur alla daga.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 8.9.2008 kl. 13:09

19 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Birgir!
Ég er þér svo sannarlega sammála.

Biblían ein að leiðarljósi.

Amen.

Ólafur Jóhannsson, 8.9.2008 kl. 13:20

20 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þórarinn. Komdu marg blessaður.

Þakka þér að þú gaft þér tíma til að lesa þessar löngu greinar Tilgangurinn var auðvitað að gefa fræðslu. Auðvitað eru ekki allir sammála, en þessar greinar hafa orðið nokkrum mikil blessun og vilja vita meira. 

Ég fékk tölvupóst frá "bæna og leshóp" hér í Reykjavík, sem óska eftir að ég komi og segji meira frá Fyrirheitum Guðs, varðandi Ísarel.

Þórarinn. Þú mátt biðja fyrir þessum fundum.

HaShem blessi þig í nafni Yeshua.

Shalom kveðja frá Zíon.
olijoe 

Ólafur Jóhannsson, 8.9.2008 kl. 13:36

21 Smámynd: Birgirsm

Sæll aftur Erlingur, þú skrifar eftirfarandi:

Niðurstaða Sigfúsar var nefnilega sú að lærisveinarnir hafi verið skyggnir og hafi verið miðlar. Hins vegar varar hann sterklega við (og ekki að ástæðulausu) því að sumir blekkja.

Bara það eitt, að komast að svona niðurstöðu um lærisveina Krists og láta það út úr sér, ætti að duga hverjum Biblíuþenkjandi manni til þess að horfa framhjá og koma ekki nálægt neinum skrifum eða rannsóknum fyrrnefnds manns.  Hvað þá að taka mark á þeim.

og þú skrifar í beinu framhaldi:

Einnig er rétt að nefna ritninguna sjálfa, sem varar við slíku, því að slíkt þurfi að prófa hvort er satt eða ekki.

Við hverju er Ritningin að vara???? Lærisveinunum, sem fengu þá náðargjöf frá Heilögum anda að getað ,,talað tungum,, til að hraða útbreiðslu fagnaðarerindisins????????????

Nei, það stendur ekki steinn yfir steini í þessu afvegaleiðandi og einskis nýta hjali.

Kveðja 

Birgirsm, 8.9.2008 kl. 21:35

22 Smámynd: Birgirsm

Kveðja til þín Erlingur.

Birgirsm, 9.9.2008 kl. 20:36

23 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Birgir! Ég óska þess í vinsemd að þú notir þitt eigi blogg til að skrifa til Erlings, eða senda honum þínar athugasemdir á hans blogg.

Ég vil ekki að þessi skrif mín um Ísrael séu notur til deilur um óskyld efni.

Athugasemdir varðandi Ísarel eru vel þegnar.

Þú ert velkominn á mitt blogg, varðandi það efni sem ég er með. Fljótlega kem ég með greinina um Staðgengilsguðfræðina, sem þú bíður eftir og á ég von á athugasemdum frá þér. Velkominn...

Friðarkveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 10.9.2008 kl. 00:45

24 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Blessaður Erlingur!

Það hafa verið nokkuð margir frá Ísrael hér í heimsókn. Þeir sem ég hef haft samband við eru mjög ánægðir með dvöl sína hér. Ég vissi nú ekki um þetta Gistiheimili sem þú nefnir...Bláklukkur... fyrr en nú!

Ég er einnig mjög hrifin af Michael Rood í Omega. ÉG skil nú ekki allt sem hann segir, en það er nú svo margt sem ég skil ekki.

Annars þekki ég hann og hef verið með honum í heimahúsi.   það er einnig hægt að fá DVD með honum og boðskap hans, með íslenskum texta.

Ég á marga DVD-diska og hlusta og sé þessa þætti oft.

Í kvöld kl.20, er ég með Andrés Magnússon blaðamann, sem viðmælanda í Ísrael í dag, þættinum á Omega. Endursæýndur á Laugardag kl.15. og næsta Miðvikudakskbvöld kl.20.  (þetta eru endursýndir þættir)

Ég veit ekki hvort þú ætlar að svara kveðju Birgirsm, hér fyrir ofan?

Kveðja
oljoe

Ólafur Jóhannsson, 10.9.2008 kl. 16:07

25 Smámynd: Birgirsm

Ég biðst afsökunar og skal ég svo sannalega taka þetta til greina, en mér finnst þú afskaplega afslappaður varðmaður orðsins, þegar hvorki heyrist hósti né stuna frá þér, þegar sú hugmynd er í loftinu, í athugasemdum á þinni eigin bloggsíðu, að LÆRISVEINAR KRISTS HAFI VERIÐ MIÐLAR.

Birgirsm, 10.9.2008 kl. 20:38

26 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Birgir! Það eru nokkur atriði frá þér sem mig langar að vekja athygli á.... Hver er meiningin með sendingu no 27. Til hverra er þessi "boðskapur"eða áskorun?

Góði Birgir, mér finnst þú nokkuð harður í minn garð, varðandi umsögn um miðla.. Þú segir........  

....mér finnst þú afskaplega afslappaður varðmaður orðsins, þegar hvorki heyrist hósti né stuna frá þér, þegar sú hugmynd er í loftinu, í athugasemdum á þinni eigin bloggsíðu, að LÆRISVEINAR KRISTS HAFI VERIÐ MIÐLAR. 

Er þetta nú ekki nokkuð ýkt og orðum aukið? Ég hef ekki lesið frá neinum, að Lærisveinar krists hafi verið miðlar. Þó svo að í gegnum nokkur skrif mætti ætla það!!!

Birgir! Ég er viss um að þú þekkir álit mitt á spíritísma og hef ég nokku mikla reynslu á því svið, sem þú getur fundið í svari mínu No 12 til Sála, í fyrtsa hluta greinar minnar (Hversvegna Ísarel?) Einnig getur þú fundið svör mín No.4 og No.8 í annarri grein minni  (Ísrael í dag).

Ástæða mín, að vekja ekki meiri athygli á villutrú spíritísma og starfi miðla er, að því meiri skrif um þetta mál, því meiri möguleiki fá þeir sem standa í slíku verki myrkursins, að koma sínum skoðunum á framfæri. það er einmitt það sem þeir vilja. Ég tel betra að gefa þeim ekki slík tækifæri...

Að vísu vekur þú athygli mína, að ástæða væri að minnast á þann fjölda "spámanna og spákonur" sem hafa í gegnum árin komið með "kenningar" og "spádóma", sem ekki hafa reynst réttar. Þetta væri nú gott og mikið efni í annan þátt...

Ég hef haft mikið að gera og er nú búinn með næstu grein um "Staðgengilsguðfræðina". Sú grein mun birtast innan skamms.

Einnig er ég að undrbúa  Laufskálahátíðina, í seinni hluta Október. þar sem allir Ísraelsvinir eru velkomnir, (verður betur auglýst síðar).

Birgir! Halltu áfam að vera vökull á "verðinum" Munum að aðalatriðið er að upphefja Frelsara okkar og vekja fleiri til að rannsaka Ritningarinnar.

"Sola Scriptura" Biblían ein.

Með friðarkveðju
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 11.9.2008 kl. 12:55

27 Smámynd: Birgirsm

Varðandi athugasemd no 27, kemur pistill frá mér,, á mínu eigin bloggi,, fljótlega og skýrist þá væntanlega ,hvert ég var að fara.

Ólafur þú segir: Er þetta nú ekki nokkuð ýkt og orðum aukið? Ég hef ekki lesið frá neinum, að Lærisveinar krists hafi verið miðlar.

Í athugasemd no 24 stendur þetta ,, Niðurstaða Sigfúsar var nefnilega sú að lærisveinarnir hafi verið skyggnir og hafi verið miðlar,,.

Varðandi spíritisma veit ég það, að ÞÖGNIN er það lélegasta og bitlausasta vopn og verkfæri sem til er  í baráttunni gegn þeirri djöfullegu óværu sem spíritisminn er,  ég hef kannski orðað síðustu athugasemd mína full hranalega í þinn garð og biðst ég afsökunar á því.

Guð fylgi þér

Birgirsm, 11.9.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband