Hvers vegna Ísrael?

 

Hvers vegna Ísrael?      

Þessa spurningu hef ég oft fengið og það ekki að ástæðulausu. Ég hef verið leiðsögumaður í Ísrael og á landsvæði Palestínu s.l. 27-28 ár. Einnig er ég formaður í félaginu Zíon, vinir Ísraels, sem stofnað var 15. maí 1991. Í tæp 7 ár hef ég haft fastan þátt á sjónvarpsstöðinni Omega sem heitir Ísrael í dag. Ég hef kynnt málefni Ísraels í Menntaskólum í Reykjavík og nágrenni. Einnig skrifað greinar og átt þátt í útgáfu blaðsins Ísraels fréttir og hinu nýútkomna blaði Zíons fréttir. Síðastliðin 20 ár hef ég haft þá ánægju að vera leiðsögumaður um 1000 íslendinga til Ísrael og Jórdaníu. Ég gæti hrósað sjálfum mér meira, en læt þetta nægja. Þetta er nú meginástæðan fyrir því að ég byrja bloggsíðu mína með því að skrifa um Ísrael; fortíð, nútíð og framtíð. Fyrir utan sögulegar staðreyndir mun ég vitna í Ritningarnar (Biblíuna). Ég geri mér grein fyrir því að þar eru ekki allir sammála mér og hef ég ekki neitt á móti því að lesa um sjónarmið annarra og trú þeirra. Ég vil einnig benda á það sem stendur í stefnuskrá Félagsins Zíon: "....að vera vinur Ísraels, þýðir ekki að vera á móti öðrum....." Ég held nú að þessi formáli sé kominn og ég geti byrjað á greininni.

Hvers vegna Ísrael?

Í fyrstu bók Móse, er sagt frá atburði sem átti eftir að hafa mikil áhrif á sögu landsins sem fékk síðar nafnið Ísrael. Við skulum nú líta á nokkra ritningarstaði þar. Í ellefta kafla er ættartala frá Sem til Abrahams, (Sem var sonur Nóa). Í þessari ættartölu er sagt frá manni að nafni Tara sem var faðir Abram. Þar er sagt að Tara hafi farið með son sinn Abram og sonarson sinn Lot ásamt konu Abrams og lagði af stað með þau frá Úr í Kaldeu (á þeim slóðum þar sem Írak er í dag), áleiðis til Kanaanlands og þau komu til Harran og settust þar að. Tara andaðist þar 205 ára. Svo segir í kafla 12: "Drottinn sagði við Abram: Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins sem ég mun vísa þér á. Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim sem þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta." Síðar í kaflanum segir: "Þeir komu til Kanaanlands..... þá birtist Drottinn Abram og sagði við hann "Niðjum þínum vil ég gefa þetta land"". Í 13. kafla segir Drottinn við Abram eftir að Lot hafði skilið við hann. "Hef upp augu þín, og litast um frá þeim stað sem þú ert á, til norðurs, suðurs, austurs og vesturs. Því allt landið, sem þú sér, mun ég gefa þér og niðjum þínum ævinlega. "

Eins og lesendur skilja tekur það of mikinn tíma og pláss ef ég skrifa upp alla kaflana um Abraham. Ég er að leggja áherslu á fyrirheit Drottins varðandi eignarétt Abrahams og afkomenda hans á landinu.  Ég mæli með því að þú sem lest þetta finnir Biblíuna þína og lesir þessa kafla í heild. Það er þess virði.

Í kafla 17 segir: "Er Abram var nítíu og níu ára gamall, birtist Drottinn honum og sagði: "Ég er Almáttugur Guð. Gakk þú fyrir mínu auglíti og ver grandvar, þa vil ég gjöra sáttmála milli mín og þín, og margfalda þig mikillega." Þá féll Abram fram á ásjónu sína, og Guð talaði við hann og sagði: Sjá það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi  lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða gjöri ég þig. Og ég mun gjöra þig mjög frjósaman og gjöra þig að þjóðum, og af þér skuluð konungar koma . Og ég gjöri sáttmála milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, frá einum ættlið til annars, ævinlegan sáttmála: að vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig.  Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævilegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra"

Guð sagði við Abraham: Sarai konu þína skalt þú ekki lengur nefna  Sarai heldur skal hún heita Sara. Og ég mun blessa hana , og með henni mun ég einnig gefa þér son Og ég mun blessa hana, og hún skal verða ættmóðir heilla þjóða..... þú skalt nefna hann Ísak. Og ég mun gera sáttmála við hann sem ævinlegan sáttmála fyrir niðja hans eftir hann.

Við skulum nú líta á fyrirheit í 26. kafla sem "sonur fyrirheitanna" Ísak fékk.  Það var hallæri í landinu og  Drottinn birtist honum og mælti: "Far þú ekki til Egyptalands. Ver þú kyrr í því landi, sem ég segi þér. Dvel þú um hríð í þessu landi, og ég mun vera með þér og blessa þig, því þér og niðjum þínum mun ég gefa öll þessi lönd, og ég mun halda þann eið, sem ég sór Abraham, föður þínum.  Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta, af því að Abraham hlýddi minni röddu og varðveitti boðorð mín, skipanir mínar, ákvæði og lög."

Sonur Ísaks, Jakob fékk einnig að reyna Guð og heyra rödd hans. 1. Mósebók 35:9 segir: "... Og enn birtist Guð Jakob, er hann var á heimleið frá Mesópótamíu, og blessaði hann.  Og Guð sagði við hann. "Nafn þitt er Jakob. Eigi skalt þú héðan af Jakob heita, heldur skal nafn þitt vera Ísrael. Og hann nefndi hann Ísrael. Og Guð sagði við hann:  Ég er almáttugur Guð. Ver þú frjósamur og auk kyn þitt. Þjóð, já fjöldi þjóða skal frá þér koma, og konungar skulu út ganga af lendum þínum. Og landið sem ég gaf Abraham og Ísak, mun ég gefa þér og niðjum þínum eftir þig mun ég gefa landið"

Í sálmi 105:6-11, standa athyglisverð orð:  Hann minnist að eilífu sáttmála síns, orð þess, er hann hefir gefið þúsundum kynslóða, sáttmálans, er hann gjörði við Abraham, og eiðs síns við Ísak, þess er setti sem lög fyrir Jakob, eilífan sáttmála við Ísrael, þá er hann mælti: Þér mun ég gefa Kanaanland sem erfðahlut yðar.

Drottinn sór við sitt eigið nafn 46 sinnum í Biblíunni að gefa þetta land til Abrahams og eftirkomenda hans. Sáttmálinn er enn í gildi. Þið tókuð eftir því sem stóð hér fyrir ofan í Davíðs sálmi..... er hann hefur gefið "þúsundum kynslóða". Þúsundir kynslóða hafa ekki enn verið uppi eftir að Guð talaði við Abraham. Það sem Guð sagði þá er enn í gildi.

Auðvitað tilheyrir landið Guði, engum öðrum. Öll jörðin tilheyrir honum og hann skiptir henni að vild sinni. Lítinn hluta gaf hann eignarlýð sínum til búsetu, svo hann gæti þjónað honum þar og orðið öllum heimi til blessunar. Var þá lýður Guðs, Ísraelsmenn, trúfastir og tryggir lögmálum Guðs?  Hlýddu þeir boðum hans og bönnum? Svarið við því er, nei. Því miður gleymdu þeir oft miskunn hans, gjöfum og nærveru þegar þeir áttu í vanda. Ganga þeirra 40 ár í eyðimörkinni er stórbrotin saga um nærveru Guðs og bænheyrslu þegar erfiðleikar komu. Þrátt fyrir óhlýðni þeirra og jafnvel hjáguðatilbeiðslu, brást hann þeim ekki. Hann fylgdi þeim í skýstólpa að degi og í eldstólpa um nætur. Þegar þeir kvörtuðu vegna hungurs, sendi Guð þeim "manna" brauð frá himni og í eld og skýstólpa verndaði hann sinn lýð. Þegar þá þyrsti gaf Drottinn þeim vatn úr kletti.

Ég mæli með því að lesandinn lesi í 2. Mósebók kaflana 13-16. Það væri hægt að segja mikið meira um ferðir Ísraela í eyðimörkinni. Um sigra og ósigra. Mér finnst nauðsynlegt að minna á fortíð Gyðinga og rétt þeirra til landsins. Þeir eiga um 4000 ára sögu á þessum slóðum. Um tíma var þeim dreift meðal þjóðanna, vegna óhlýðni og svika við lög Guðs, en samkvæmt fyrirheiti Guðs og loforði leiddi hann þá aftur inn í landið sem hann hafði lofað forfeðrum þeirra.

 Í gegnum söguna sjáum við miklar Gyðingaofsóknir sem náðu hámarki með Helförinni. Kirkjan tók snemma upp svokallaða staðgengilsguðfræði (sem ýmsir kristnir kennimenn boða í dag), en hún gengur út á það, að Guð hafi afneitað sinni þjóð og þeir séu ekki undir náð Guðs, vegna þess að þeir tóku ekki á móti Messíasi, en drápu hann. Því hafi Guð útvalið kirkjuna sem hið nýja Ísrael. Ekkert af slíkum villukenningum og hatri hefur getað komið í veg fyrir loforð og fyrirheit Guðs.

Sáttmálinn sem hann gerði er eilífur: "Svo sannarlega sem þessi fasta skipan (sólarinnar og stjarnanna) mun aldrei breytast fyrir mér - segir Drottinn svo sannarlega munu Ísraels niðjar ekki hætta að vera þjóð fyrir mér alla daga".(Jer 31:36) Hvernig geta svo kristnir menn sagt að Guð hafi engan áhuga fyrir þeirri þjóð sem hann útvaldi.

 Mín kynslóð hefur séð kraftaverkið gerast. Gyðingarnir eru komnir aftur til þess lands sem Guð hafði heitið þeim. Landið sem var seint á nítjándu öld aðallega auðn og mýraflákar, er nú blómstrandi vin í eyðimörkinni. En baráttunni við óvini Ísraels er samt ekki lokið.

Ég mun í næsta hluta skrifa um það sem er að gerast í Ísrael í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ólafur og takk fyrir þessa gagnmerku færslu.

Það má segja að það að Ísraelar hafi getað stofnað blómlegt ríki á þessum stað, er auðvitað ekkert annað en kraftaverk,  þegar við lítum á fátæktina, fáfræðina og skortinn á allan hátt í löndunum í kring. Þar sem alið er á hatri í garð allra  Ekki-Múslíma, bæði í skólum, útvarpi og sjónvarpi  og sérstök  illska út í hið smáa ríki Ísrael, byggt á þrenningu Múslíma, Kóraninum, Annálunum og Ævisögu Múhameðs,  orðum hans og æði.

Hann hataði Gyðinga svo mikið að hann lét drepa alla karlmenn Gyðinga í síðasta hópnum, sem eftir var í Medína, þegar hann var búinn að safna nægum bófaflokk umhverfis sig til að ráðast til atlögu við virki  Gyðinga.  Ástæðan var sú að þeir þekktu ritningarnar og vissi um að  ritarar Múhameðs breytu frásögnum Biblíunnar, til að þjóna pólitískum hagsmunum Múhameðs  eins og þeir voru í hvert skiptið.

Þetta er sú saga sem greipt í hugarheim nútíma Múslíma um allan heim, og ræður hegðun þeirra og botnlausri illsku í garð Ísraelsríkis  og Gyðinga.  

Því miður þá er fjöldi grandalauss, góðviljaðs fólks á Vesturlöndum, sem trúir Alfasögum Múslíma, sem flestar koma frá Pallywood á Gaza eða Arabíuskaganum.

 Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 11:48

2 identicon

Örugglega má finna sannleiksbrot í hinum gömlu sögum en að kalla einhverja þjóð útvalda er fjarri öllum andlega sannleika og í mótsögn við almáttugan guð sem gerir ekki greinarmun á lærlingum sínum.

Hin útvalda hugtak hefur verið og er endalaus uppspretta haturs sem getur ekki verið í hans vilja.

Ísrael er að öðru leiti sagnfræðilega spennandi land og og þar býr duglegt fólk.  Að hampa því sem heilögu umfram aðrar þjóðir gengur gegn mannlegri skynsemi og andlegum veruleika sem er stærri en trúarbrögð viðurkenni í gegnum sína takmörkuðu sjón á alheimnum og tilvist sálarinna

Friðarkveðja

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Birgirsm

Sæll ÓlafurSkemmtileg lestning, en engan vegin er ég sáttur við það viðhorf  þitt að halda því fram að Ísraelsþjóðin sé enn þann dag í dag útvalin þjóð Guðs.Hvernig er hægt að segja að Gyðingar séu ennþá útvalin Guðs þjóð þegar einungis um 15 þúsund af 5,4 milljónum gyðinga sem byggja Ísrael, viðurkenna Jesús Krist sem frelsara sinn og lausnara. ?Telur þú að þeir Gyðingar í dag sem afneita og ekkert vilja við Krist kannast séu útvaldir af Guði ?Hvað var Pétur postuli að segja okkur í 1.Pét 2: 1-10 . Þér sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðnir „Guðslýður“. Þér sem „ekki nutuð miskunnar“ hafið nú „miskunn hlotið“  ?Hvað vilt þú meina að Kristur hafi átt við með dæmisögunni um Víngarðseigandann í Matt 21:33-46.Er ekki sláandi fyrir þig að lesa áfram eftir að dæmisögunni um Víngarðseigandann sleppir og sjá hvað Kristur sjálfur segir um þjóð sína. Í 43 versi stendur eftirfarandi : Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð sem ber ávöxtu þess.Hvað kemur upp í huga þínum þegar þú lest 5. Mós. 28 kaflann og sérð þau loforð um blessun sem Ísraelsmenn fengu frá Guði,,,,,,“ loforð sem háð voru skilyrðum“,,,,,..Átakanlegt finnst mér að lesa vers 64-67, þar sem segir eftirfarandi hvað gerast myndi ef Ísraelsmenn „Gyðingar“ hlýddu ekki röddu Drottins : Og Drottinn mun dreifa þér meðal þjóðanna frá einu heimskautinu til annars, og þar munt þú þjóna öðrum guðum, sem hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, stokkum og steinum.  Og meðal þessara þjóða munt þú eigi mega búa í næði, og hvergi mun hvíldarstaður vera á fæti þínum, heldur mun Drottinn gefa þér þar skjálfandi hjarta, þrotnandi augu og ráðþrota sál. Er þetta ekki nákvæm lýsing á því  við hvað Gyðingaþjóðin hefur mátt búa og við hvað þegnar hennar hafa þurft að berjast við og þurft að ganga í gegnum a,m,k  síðustu 2000 ár og gera enn.Finnst þér það ekki hæpin blessun að eiga kolbrjálaða og veruleikafirrta nágranna sem eru með það á sinni stefnuskrá að tortíma og gereyða þér af  landakortinu. HVAÐA BLESSUN ER ÞAÐ ?Megi Guð blessa íbúa landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og gefa þeim frið.

Birgirsm, 1.8.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Skúli! Þakka þér innilega fyrir að vera sá fyrsti sem skrifað í athugasemdir hjá mér. Það er heiður fyrir mig að hafa þig sem blogg-vin. Ég á örugglega eftir að notfæra mér þekkingu þína á hinni pólitísku hlið hryðjuverkahreyfinga innan Islam. Þar erum við sannarlega sammála. Ég er einnig þakklátur þér fyrir að vekja svo marga til umhugsunar á þeirri hættu sem felst í “trúarbrögðum” þeirra. Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs vera með þér og þínum alla daga.

Shalom kveðja

Sáli! Ég þakka heimsókn þín. Að vísu finnst mér erfitt að skrifa þeim sem ekki vilja eða geta notað sitt eigið nafn. Mun ég í framtíðinni athuga það. Varðandi athugasemd þína, er ég þér að mestu sammála . Þú segir að örugglega má finna sannleiksbrot í hinum gömlu sögum en að kalla einhverja þjóð útvalda er fjarri öllum andlega sannleika og í mótsögn við almáttugan guð sem gerir ekki greinamun á lærlingum sínum. Þér finnst greinilega það vera hroki að trúa orðum Ritninganna (Biblíunnar) um að Guð hafi útvalið mann, menn, þjóð eftir sínum vilja og ráðsályktun, er nú mín trú og fullvissa. Guð fer ekki í manngreinaálit, það er rétt. Hann elskar alla menn. En Hann útvaldi mann, Frelsara öllu mannkyni til hjálpar. Hann heitir Jesús og er Kristur. Jesús sagði: Vér tilbiðjum það, sem vér, því hjálpræðið kemur frá gyðingum. Ég trúi þessu og hef reynt það..  Það er hvergi talað um greinamun á lærlingum (Ég veit ekki hvaðan þú hefur það). Það er mikill misskilningur að gyðingar eða kristnir hampi því að þeir (gyðingar) séu heilagri umfram aðrar þjóðir. Ég veit heldur ekki hvaðan þú hefur það. Ég vona ekki að þú sért með þann hroka, sem margir nýaldar-kuklarar hafa að þeir viti betur en þeir sem hafa reynt hinn andlega kraft og frið trúarinnar, sem er boðað í Ritningunni. Til að skilja hvað það er það er að vera útvalinn eignarlýður Guðs, verðum við að eiga Anda hans í lífi okkar , sem leiðir okkur í allan sannleika, Sannleikann. Ég óska þér og þínum Guðs blessunar.Megi Heilagur andi hans leiða þig og mig í allan SANNLEIKANN. 

Shalom kveðja

Sæll Birgir .Þakka innlegg þitt og athugasemdir þínar. Eins og ég sagði í formála greinar minnar að ég gerði ekki ráð fyrir að allir væru sammála mér, en mér þætt gott að heyra annarra skoðanir. Ég get ekki annað  en verið sammála þeim ritningargreinum sem þú birtir. En þú átt erfitt með að samþykkja það að gyðingar skulu ennþá vera Guðs útvalin þjóð. Ég nefni oft í grein minni um trúfesti Guðs og hinn órjúfandi Sáttmála hans.  Þeir, gyðingarnir, rufu sinn hluta sáttargerðarinnar og eins og þú vitnar í 5.Mós.28.. Þeir hlýddu ekki röddu Drottins: Og Drottinn mun dreifa þér meðal þjóðanna frá einu heimskautinu til annars. Og þar munt þú þjóna öðrum guðum.......Ég er þér sammála að versin 64-67 eru átakanleg..  Birgir, hversvegna vitnar þú ekki lengra inn í Ritninguna þar sem segir á mörgum stöðum hvernig Drottinn hafi fyrirgefið afbrot þeirra, gyðinganna og fráhvarfssyndir, einnig hvernig hann leiðir þá aftur inn í landið sem hann lofaði þeim til eilífra eignar. Lýðurinn brást, en ekki Guð.Ég leitaði og fann ótrúlega marga Ritningarstaði sem segja frá þessu. Það tæki og mikinn tíma og pláss að skrifa þá alla, en nokkra staði langar mig til að benda á. Jes.35. Jes.44.23. Jes.56.8. Jes.60.10. Jer.30.1-3.  Jer.30.18-22.  Sefanía 3.14.20 Sá sem tvístraði Ísrael, safnar honum saman og mun gæta hans, eins og hirðir gætir sauða sinna.(Jer.31.10). Ég mun sækja yður til þjóðanna og saman safna yður úr öllum löndum og flytja yður inní yðar land (Esikel 36.24). Ég verð nú að hætta þó að ég geti fundið enn fleiri vers um fyrirheit Drottins.  Öll þessir vers eru í Ritningunni (Gamla testamentinu) Við skulum því fara í Nýja Testamentið og spyrja Pál hvort Guð hafi hafnað sínum lýð sem hann hafði útvalið. Páll svarar þessu Rómverjabréfinu 11.kafla, þar segir í byrjun:  Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? Fjarri fer því...... Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum, sem hann þekkti fyrirfram...(mæli með því að lesandi lesi allan kaflann).  Þetta er nú orðið mikið lengra svar en ég ætlaði. Varðandi spurningu þína um skoðun mína á dæmisögu Jesú í Matt.21.33 um landeigandann sem plantaði víngarð...Matt.21.33. ásamt fleiri spurningum, hef ég ákveðið að skrifa grein um hina svokölluðu Staðgengilsguðfræði, sem virðist hafa fest rætur meðal nokkurra kennimanna, og safnaða. Þessa grein mun ég skrifa fljótlega og mun birtast hér á bloggi mínu.  .Birgir! Þú ert trúbróðir minn og óska ég þér og þínum Guðs blessunar alla daga. Þakka þér að þú biður Jerúsalem friðar og frið í nálægum löndum.Haltu áfram að nema Ritningarnar. Shalom kveðja    
 
 

Ólafur Jóhannsson, 3.8.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég bið afsökunar á lélegri uppsetningu á ofangreindum kveðjum. Er nýr í "bloggheimi"og á eftir að læra margt, t.d. línubil og fleira.!!!

Ég vil leiðrétta í svari til Sáli. Jesús sagði:Vér tilbiðjum það vér þekkjum, því hjálpræðið kemur frá gyðingum.

kv.

Ólafur Jóhannsson, 3.8.2008 kl. 00:31

6 identicon

Þakka þér fyrir svarið Ólafur, er kannski ekki sammála öllu en læt við sitja að sinni. Nafnleysi mitt á sér í fyrsta lagi atvinnulega skýringu og í annan stað auðveldar það mér að kafa í mál sem ellegar myni ég ekki leggja fram á opinberum vettvangi.  Gæti alveg hugsað mér að kíkja til þín aftur og sendi þér þá nafn mitt í pósti ef þess yrði óskað.

Ég get ekki skilgreint mig sem nýaldarsinna og vil eiginlega standa á eigin forsendum og skoða málin þaðan.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:38

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Ólafur Ísraelsfari.

Guð gaf Abraham og niðjum hans land þar sem Ísrael er í dag. Á þessu landi býr þjóð Guðs. Ég trúi því i einlægni minni að það hafi ekki breyst.

Allavega  verður þessi þjóð fyrir miklu hatri, árásum, lygum o.fl. Myrkrahöfðinginn hatar þessa þjóð og notar marga til að vinna gegn henni.

Því miður verður alltaf barátta þarna milli góðs og ills.

Hef sett inn tvær greinar á bloggið mitt. Önnur var skrifuð af höfundi þessarar bloggsíðu og birtist í maí þegar Gyðingar héldu uppá 60 ára afmæli Ísraelsríkis. Hin greinin var ritgerð sem ég skrifaði í VMA.

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/539693/#comments

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/465441/#comments

"Drottinn blessi þig frá Síon, þú munt horfa með unun á hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína."Sálmarnir 128:5

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 23:52

8 identicon

Sæll Ólafur minn.

Þakka þér fyrir þessa frábæru grein þína og bíð ég nú næst greinar. Og svo hlusta ég alltaf á þættina þína á Omega og þeir eru góðir.

Stutt er síðan ég var að lesa einmitt í Mósebók,og er þetta ferskt í mér.

Ég er þér fyllilega sammála þér í skrifum þínum um að Orð Guðs  standi og Ísraelsþjóð sé Guðs útvalda þjóð.því fær enginn haggað í mín eyru.

Ég persónulega trúi því og það er nóg fyir mig.

Svo langar mig að geta þess að ég er ekki alltaf sammála því sem Ísraelsmenn taka sér fyrir hendur á okkar dögum, en það er ekki verið að ræða það hér.

Shalom/Þórarinn Þ.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 01:10

9 identicon

Sæll Ólafur! Til hamingju með þessa nýju bloggsíðu og ágætan hóp bloggara. Þú tekur á viðkvæmum málum og fjallar um útvalningu Ísraelsþjóðarinnar. Sumum líkar ekki sú hugsun að einhver sé útvalinn af Guði, meðan þeir sjálfir eru kannski úti í myrkrinu! Aðrir segja að útvalning Gyðingaþjóðarinnar hafi færst yfir á kristna kirkju vegna synda Gyðinga gegn Guði, en þá vaknar sú spurning hvort kristnir eru að standa sig eitthvað betur í útvalningarhlutverkinu. Eru hrakningar og undanhald kristinna víða um heim vegna ofsókna múslima, merki um vanþóknun Guðs,fyrst hann lætur þessar hörmungar eða leyfir þessum hörmungum að ganga yfir þá? Sjá fjölmörg dæmi um ofsóknir múslima gegn kristnum í nútímanum á bloggi Skúla Skúlasonar, vísir.blog.hermdarverk. Eða er Guð að reyna sitt fólk, eins og Gyðingana í gegnum tíðina?

Hreiðar Þór Sæmundsson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæri Ólafur, minn góði vinur, heill og sæll, og velkominn heim frá Landinu helga. Ég hef haft í miklu að snúast að undanförnu og beðið með að lesa vel þínar ýtarlegu greinar. Fyrir utan að gera það langar mig að svara hér innleggi Sála, sem vitaskuld talar hér ekki sem fulltrúi hins kristna viðhorfs til umhyggju Guðs fyrir heiminum. Sannarlega útvaldi Guð Ísraelsþjóðina og gerði það þegar í ættfeðrunum. Um eðlileika þessa vonast ég til að skrifa hér eitthvað inn, þótt síðar verði, en sjónarmiðum Birgis hef ég hins vegar svarað tvisvar á hans eigin vef. – Verð að láta þetta nægja tímans vegna! – Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 8.8.2008 kl. 02:34

11 Smámynd: Linda

Sæll Ólafur, ég er svo lítið inni á blogg heimum þessa dagana og hef lítið sem ekkert skoðað blogg vina minna, dreg mig stundum til hlés.  Mikið er gott að sjá þessa grein frá þér og ég tek undir með þér m.a. vegna Rómverjabréfs 11, fyrir þá sem vilja skilja hvað þetta þýðir að vera Gyðings Kristin hví þessi tengsl eru svona sterk.

Megi Guð blessa þig og varðveita.

Linda, 9.8.2008 kl. 03:10

12 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sáli! Ég þakka þér fyrir að koma aftur í heimsókn. Að vísu finnst mér þægilegra að vita við hvern ég er að tala eða skrifa. En ég virði ástæðu þína og ertu auðvitað aftur velkominn með athugasemd eða innlegg. En ég verð að segja þér það strax að þar sem ég hef farið inná bloggið þitt og séð fyrir hverju þú stendur, andlega, þá skil ég betur hversvegna þú villt fela nafn þitt. Ég vil ekki deila um trúmál, en ég vil vitna um trúarreynslu. Spíritismi, endurholgunarkenningar haf ekkert með kristna trú að gera. Ef þú villt skrifa mér persónulega, þá er tölvupóstur minn > olijoe@mi.is < Ég óska þér Guðs blessunar í Jesú nafni. Hann einn er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

með Firðar kveðju.

Rósa, baráttukona. Þakka innlegg þitt og alla hjálp við fæðingu mína í bloggheima. Já Guð gaf Ísraelsþjóðinni sem þeir búa í dag. Orð Guðs, Biblían fer ekki með rangt mál.

Þakka athyglisverða tengla sem þú nefnir.

Bið góðan Guð að gefa þér áframhaldand öryggi og styrk í þinni þjónustu

Kveðja frá Zíon.

Sæll Þórarinn. það var gott að finna kærleika þinn og góðar óskir. Þú ert sannfærður um að Biblían fari með rétt og satt orð. Dýrð sé Guði fyrirþað.

Ég er heldur ekki sammála öllu sem Ísrael hefur gert og þeirra stjórn er að gera þessa stundina, en við skulum muna að "vörður Ísraels" okkar Guð hefur síðasta orðið i málefnum Ísraels og.... annarra þjóða.

Shalom kveðja frá Zíon.

Sæll Hreiðar Þór. Það gladdi mig að sjá kveðju frá þér. Ég vil einnig þakka þér fyir þær jákvæðu greinar um Ísrael sem þú hefur skrifað í Morgunblaðið og í Zíons-fréttir. Okkur vantar fleiri "varðmenn við múra Jerúsalem" sem eru vakandi og eru óhræddir við að birta "hina hliðina" á vandamálum Ísraels og  við hverja þeir eru að berjast, til að vernda tilverurétt sinn.

Drottinn blessi þig og styrki frá Zíon.
olijoe

Jón Valur Jensson, trúbróðir og gamall vinur. þakka þér innlit þitt. Já ég er nýkominn frá Landnu helga, átti yndislega þrjá mánuði þar. Á aðalgötum var mikill lofsöngur, gleðidans og þakklæti, þegar haldið var uppá 60 ára afmæli Ísraels-ríkis. Ég hlakka til þess þegar þú kemur þangað og sérð með eigin augum landið, "Fyrirheitið" sem Ritningarnar segja okkur frá.

 Ég las athugasemd þína við grein Birgissm. Það er ótrúlegt að kristinn maður skuli trúa því að Guð svíkji fyrirheit sem hann sór við sjálfan sig. Ef svo væri, höfum við þá nokkuð öryggi í því að hann ekki svíkji okkur einnig?

Þakka þér fyrir að þú bentir honum á að lesa Rómverjabréfið.

 P.s.Við þurfum að hittast fljótlega, yfir kaffi, Te, bolla

Shalom kveðja 
olijoe.

Sæl Linda mín. Það gladdi mig að sjá innlegg og kveðju frá þér. Eins og þú veist, er ég nýkominn frá Ísrael. Ógleymanlegur tími, sem ætíð.

Ég er þar í bænasamfélagi ásamt kristnum Gyðingum og Palestínuaröbum. Í einni vikunni voru lesin upp bænarefni og var eitt þeirra frá Íslandi. Þar var beðið fyrir þér að Drottinn mætti gefa þér styrk til anda, sálar og líkama. Þetta var sérstaklega blessuð stund fyrir mig að heyra hljóminn af bæn og lofgjörð og á milli beðið fyirir Lindu á Islandi.

Ég bið Frelsara okkar að styrkja þig og styðja alla daga í nafni Yeshua.

Shalom kveðja frá Zíon
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 9.8.2008 kl. 21:24

13 Smámynd: Birgirsm

Í erindi þínu segir eftirfarandi:

 Kirkjan tók snemma upp svokallaða staðgengilsguðfræði (sem ýmsir kristnir kennimenn boða í dag), en hún gengur út á það, að Guð hafi afneitað sinni þjóð og þeir séu ekki undir náð Guðs, vegna þess að þeir tóku ekki á móti Messíasi, en drápu hann. Því hafi Guð útvalið kirkjuna sem hið nýja Ísrael. Ekkert af slíkum villukenningum og hatri hefur getað komið í veg fyrir loforð og fyrirheit Guðs.

Þú nefnir hatur . Vilt þú meina að ég sé hatursmaður út í Gyðinga og Ísrael.

vegna skoðanna minna ?

Birgirsm, 10.8.2008 kl. 11:18

14 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Birgir. Velkominn aftur í heimsókn. Þú hefur spurningu sem mér er mjög auðvelt að svara, mitt svar er NEI. Ég gæti nú hætt eftir að hafa svarað, en ég hef tekið eftir að þú spyrð einnig blogg-vin minn Vilhjálm Ö.Vilhjálmsson, Postdoc, sömu spurningu.

Ég veit ekki hvort hann hefur svarað þér, en ég skal útskýra fyrir þér hvað ég á við þegar ég segi að hvorki villukenningar né hatur geti komið fyrir loforð og fyrirheit Guðs. Þessi kenning um að Guð hafi afneitað sinni þjóð kom mjög snemma fram í byjrun. Það getum við séð í svari Páls í Rómverjabréfinu 11.kafla. 

Þrátt fyrir það ríkti þessi skoðun um langan tíma. Svo fór jafnvel að allt sem minnti á siði, bækur Gyðinga voru bannaðar og hátíðir ásamt Helgideginum urðu einnig háð breytingum. Kristnum var bannað að halda í Guðsþjónustusiði Gyðinga. (Nýjir og oft heiðnir siðir komu í staðinn)...

Þeir Gyðingar sem gerðust kristnir urðu að breyta um Helgidag, Páskar fengu aðra merkingu. Jafnvel tímatalinu var breytt, Gregoríska tímatalið var tekið upp. Ég ætla nú ekki að hafa þetta mjög langa fræðslu, þó það væri freistandi. Á tíma mikilla umbreytinga, þegar m.a. Marteinn Luther mómælti sérstökum mannakenninghum í kirkju sinni og varð frumherji í kirkju "mótmælenda", sem íslenska Þjóðkirkjan er kennd við nafn hans, Lúthers.

Í byrjun var Marteinn Lúther vinveittur Gyðingum, en á eldri árum þegar hann sá að erfitt var að snúa Gyðingum til Krists,snérist hann svo mjög ígegn þeim. Hann hvatti bændur til að taka þá (gyðingana) ekki í vinnu. Hann meinað þeim einnig að sækja Guðsþjónustur í kirkjum sínum. hann vildi útiloka þá frá öllum mannlegum samskiptum. Hann kallaði þá morðingja Krists, sem ættu sér enga von. Lúther skrifaði margar hatursbækur gegn Gyðingum, sem seinna voru notaðar til að réttlæta Helförina=útýmingu Gyðinga í síðari heimstyrjöld. Ég ætla nú ekki að fara lengra í sögna, en fyrir nokkru heyrði ég íslenskan prest (kennimann) segja í Biblíutíma á kristilegri úvarpsstöð, þegar einn nemandi hans spurði, eftir að presturinn hafði talað um fordæmingu á Gyðingu. Nemandinn spurði: Bað ekki Jesús á krossinum, Föðurinn að fyrirgefa þeim, því þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Jú sagði Presturinn, en EKKI Gyðingum.

Kæri Birgir, það er þetta, sem þessi kenning hefur orðið að ástæðu til haturs. Gyðingar hafa verið kallaðir (Christ-killers) sem myrtu Krist, eins og þessi áðurnefndi kennimaður sagði.

Fyrst þegar ég las grein þína, hélt ég að þú værir Vottur-Jehova. þeir leggja mikla áherslu á að Gyðingar hafi myrt Jesú... Nú veit ég að þú ert kristinn og því get ég kallað þig trúbróðir!

Við trúum að Jesús hafi komið í þennan heim til þess að gefa sitt líf, sem fórn fyrir syndir okkar. Jóhannes sagði: Sjá Guðs lambið sem burt ber syndir heimsins.

Þesasi grein er orðin mikið lengri, en ég ætlaði í upphafi.

Ég endurtek aftur svarið sem ég sagði í byrjun, NEI. Ég trúi EKKI að þú sért hatursmaður út í Gyðinga og Ísrael.

Ég þarf að fara að huga að nýrri grein, sem ber nafnið "ISRAEL Í DAG"

Ég gæti trúað því að þú og fleiri væru mér þar ekki í öllu sammála, en þú ert aftur velkominn í heimsókn á bloggið. Ég mun þó forðast að standa í deilum.

Óska þér og þínum Guðs blessunar og halltu áfram að nema Ritningarnar (Ég nota yfirleitt aldrei orðið Gamla Testamentið)...

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 10.8.2008 kl. 17:09

15 Smámynd: Birgirsm

Það er gott að heyra það að ég sé ekki með þann stimpil á mér að ég sé  flokkaður sem hatursmaður Gyðinga, það er víst nóg af þeim fyrir, og ég vil svo sannarlega ekki vera í þeirra hópi, þó svo að skoðun mín standi óbreytt.

Svona fyrir forvitnissakir, hvers vegna notar þú yfirleitt aldrei orðið Gamla Testamentið ?

Kveðja

Birgirsm, 10.8.2008 kl. 20:32

16 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Birgir. Þú ert duglegur að skrifa og tekur vel eftir. það er bara gott. Nú kemur þú með spurningu til mín, sem mér finnst að ég eigi að svara. Ég nota nú stundum orðið Gamla Testamentið, en oftast nota ég orðið Ritningarnar, finnst það betra og hef Jesú til fyrirmyndar. Hann, ásamt öðrum sem rita í hið Nýja nota alltaf orðið Ritningar. Ef þið trúið ekki Ritningonum.... Ritnigarnar segja....o.sfr. Margir kristnir tala, skrifa um "gamla Testamentið", sem Biblíu Gyðinga, en hið nýja fyrir kristna. Ég heyri stundum talað um Guð þess gamla og Guð þess nýja. Fyrir mig og í trú minni er Biblían ein heild. Auðvitað er hægt að segja "eldra testamenti og hið nýrra testamenti.

Ég held að ég hafi orðið fyrir þessum áhrifum í 27 ára dvöl (styttri og lengri) í Ísrael. Þegar ég tala við Gyðinga, er betra að nota orð eins og- Hebreska Biblían- þegar átt er við GT. Einnig hinar- kristnu Ritningar- þegar átt er við NT. Að öðru leiti notað Jesús aldei orðið Gamla Testamenti. Hann notaða ávallt orðið Ritningar. Einnig allir þeir sem rituðu bréf í hinu NT, notuðu alltaf orðið Ritningarnar...segja t.d.

Ég trúi á alla Biblíuna, allar Ritningarnar, bæði GT.og NT.(En skil ekki allt!). Ég hneykslast ekkert þó svo aðrir noti orðin "Gamla Testamentið eða Nýja Testamentið".

Þó svo að ég borði ekki Svínakjöt, fordæmi ég ekki neitt þá sem þess neyta.

Birgir, þú skrifaðir ágætan pistil á bloggi þínu, með fyrirsögnina: Gamla Testamentið hvað?  Athyglisverð grein og góð. Ég tók eftri svari þínu til Sindra, þar sem þú segir ...Gyðingar höfnuðu og hafna enn spádómum þess Gamla.... Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér. Það eru fáir, sem Gyðingar, er lesa og nema Ritningarnar, jafn nákvæmlega og oft, saman og einir. Það sem greinir okkur á að þeir lesa annað en við úr spádómum og oft boðum og bönnum, .....

Hirðmaðurinn í NT,(Post.8.) segir við Filipus: hvernig ætti að geta það (skilja) ef enginn leiðbeinir mér....Filippus leiðbeindi honum og skírði hann. 

Þannig getum við notað Ritnigarnar til að boða gleðiboðskapinn um Jesú. Nýja Tstmamentið kom nokkuð mörgum árum seinna.

Ég læt þetta nægja, enda orðið nokkuð langt svar. Vona að þetta hafi gangnast þér. (bendi þér á vefsíðuna Torah.is)

P.s.Birgir! Þakka áhuga þinn og spurningar + athugasemdir. Ég vil bara ekki stofna til deilna...

Shalom
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 11.8.2008 kl. 12:50

17 identicon

Takk fyrir þetta og takk fyrir síðast

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:13

18 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Birna Dís. Þakka þessa heimsókn þína. Já, takk fyrir síðast.

Sjáumst vonandi  fljótlega aftur á sama stað.

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 14.8.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband